Afturelding - 01.04.1982, Side 21

Afturelding - 01.04.1982, Side 21
Æ Jesús er V vegurinn, sannleikurinn og lífið Hann snart mig, ó, hann snart mig og friður fyllti mína sál. Eitthvað gerðist, ég veit það nú, hann snart mig og gaf mér trú. (Óli Ágústsson) Árið 1977 hafði ég verið í A.A. samtökunum í nokkum tíma og frá víni á annað ár. En ég fann að það vantaði eitthvað i líf mitt, eitthvað sem ég hafði verið að leita að alla ævi. Þessi leit mín að sannleikanum lok enda um páskana, þetta sama ár. Þennan vetur hafði ég mikið velt fyrir mér trúmálum og ákvað nú að bregða mér á samkomu í Betel, sam- komuhúsi hvítasunnumanna í Vest- mannaeyjum. Þá um veturinn hafði farið þarfram mikil bænaherferð. Predikunin snart mig mikið. í lok samkomunnar var boðið fram til fyrirbænar og fólki boðið að rétta UPP hendi til að gefa til kynna ef það óskaði eftir slíkri þjónustu. Ég þorði ekki að rétta upp hendina. Þegar predikarinn kemur síðan gangandi fram ganginn, þá segi ég við hann: ”Ég þorði ekki að rétta upp hendina aóan, en mig langaði til þess.“ '.Það er allt í lagi,“ sagði hann. „Við skulum bara biðja saman hér og nu “ Síðan bað hann fyrir mér. Á næstu samkomu fékk ég meiri ójörfung og rétti upp hendina. Svona gekk þetta koll af kolli þangað til kallað var fram til fyrirbænar. Það var langtum erfiðara, en ég fór samt. Ég hef áður lýst því þegar Óli Granz, vinur minn, stóð við loforð sitt um að gefa mér Biblíu (sjá bls. 3 hér að framan). Nú langar mig að segja frá því hvernig Biblían opnaði augu mín fyrir Guði og því sem hans er. Þá um kvöldið keyrðunt við Óli, ásamt Óla syni mínum, út á hraun. Og þar sem ég held á Orðinu, mjög glaður og hrærður, þá kemur til mín það sem Jesús sagði við lærisveina sína: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið og enginn kemur til Föðurins nema fyrir mig“ (Jóhannes 14:6). Það var 1 rauninni þetta orð sem fór í gegnum mig eins og elding og leysti ntig. Allt í einu gerði ég mér grein fyrir því að Guð var vegurinn, sann- leikurinn og lífið. Ég hafði margoft heyrt þetta og jafnvel lesið sjálfur, en nú opnaðist þetta algjörlega fyrir mér. Ég fylltist slíkum friði og fögn- uði að ég hafði aldrei fyrr vitað að slíkt væri til. Ég hrópaði: „Óli! Óli! Ég er búinn að finna það sem við höfum verið að leita að allt okkar líf!“ Þegar ég fór heim þetta kvöld og sagði Döddu konu minni að ég væri frelsaður, hélt hún að ég væri ekki alveg heill á sönsum, — að „reimin hefði hrokkið af.“ Mér fannst ég verða að segja öllurn frá því að ég hefði fundið sannleikann. Ég tuð- aði yfir Óla (sem er frelsaður maður í Hjálmar Guðnason dag) í sex klukkutíma og sagði: „Þú verður að taka við þessu Óli, þú verð- ur!“ Ég hringdi í Betel og sagði að ég væri frelsaður. Ég var svo glaður að ég sagði við alla: Jesús er vegurinn, sannleikurinn og lífið!“ Báturinn minn, húsið mitt og allar mínar jarð- nesku eigur urðu eitthvað svo fá- nýtar. Fyrir mér voru þetta einskis verðir hlutir. Ég sagði við Óla: „Þú mátt eiga húsið mitt og bátinn minn og svo skulum við keyra þess- um bíl í sjóinn. Við höfunt ekkert með hann að gera!“ Ég fékk nýtt og stórkostlegt ljós yfir allt mitt líf, yfir hluti sem ég hafði ekki skynjað, ekki skilið og ekki séð. Þegar ég drakk vatnið úr krananum fannst mér það svo gott að ég drakk eiginlega ekkert nema vatn í eina fjóra daga á eftir. Nú hef ég verið frelsaður í rúmlega fimm ár og málið er að halda sér í Jesúm Krist. Ég hef fundið betur og betur að ég get ekkert í eigin mætti. Drottinn er frelsarinn og það er það sem allir þurfa að vita. Ég á þrá eftir því að segja öðrum frá. Það er skylda okkar kristinna manna að breiða út fagnaðarerindið svo að fleiri geti eignast lífið í Jesúm Kristi. Við þurf- um að gjöra iðrun og eignast synda- fyrirgefningu. Það er kannski dálítið erfitt fyrst að beygja sig en þegar þú hefur í auðmýkt iðrast synda þinna þá blessar Drottinn ríkulega. Hann er frelsarinn og enginn annar!

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.