Afturelding - 01.04.1982, Blaðsíða 30

Afturelding - 01.04.1982, Blaðsíða 30
Þingfulltrúar ásamt biskupshjónum, Herra Pétri Sigurgeirssyni og frú. Nefndarmót P.E.K. Nefndarmót P.E.K. (Pentecostal European Conferance), Evrópumóts Hvítasunnumanna, var haldið í Reykjavík, dagana 27.—29. apríl sl. Þátttakendur voru 33 frá 16 þjóð- löndum Evrópu. Evrópumót Hvíta- sunnumanna eru haldin þriðja hvert ár^ Það síðasta var haldið í Finnlandi 1981 og það næsta verður haldið í Stuttgart, Þýskalandi 1984. Nefndarfundir eru haldnir eftir þörfum og verður sá næsti í V,— Þýskalandi, 1983. Rétt til fundarsetu hafa tveir til þrír fulltrúar viðkom- andi þjóðlanda. Undirritaður var kosinn og tilnefndur í nefndina árið 1973, af Emanuel Minos frá Noregi. Á sumardaginn fyrsta kom fyrsti gesturinn til mótsins, Karl Erik Heinerborg, forstöðumaður Fíla- delfíu í Stokkhólmi, safnaðar sem tekur mikið á sjöunda þúsund manns. Var margmenni við Guðs- þjónustu í Fíladelfíu í Reykjavík það kvöld. Heinerborg er djúpvitur ræðumaður. Hvern dag fram yfir helgi bættust við fleiri þátttakendur og var ræðumaður ásamt Heiner- borg, Hermann von Ameron frá Hollandi, sem starfað hefur 17 ár í Afríku og Frakklandi. Á sunnudags- kvöldinu prédikaði Eric Dando frá Wales, heimskunnur ræðumaður, ritstjóri og ritari Alheimsmóts Hvítasunnumanna. Hreif hann við- stadda með framúrskarandi túlkun á fagnaðarerindinu. Áfranr héldu svo fundirnirdaglega frá kl. 9:30—19:00 og voru 12 mál afgreidd og þeim gerð góð skil. Víð- femi fundarefna náði alla leið til Ameríska sendiráðsins í Moskvu þar sem 7 Hvítasunnumenn leituðu hælis í júní 1978. Eru þeir þar í algjörri sjálfheldu og gengur ekki né rekur með ferðafrelsi þeirra. Nýir ræðumenn tóku til máls á hverju kvöldi. Þeir sem töluðu voru

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.