Afturelding - 01.04.1982, Síða 31
dr. Jakob Zopfi, Sviss; Hans Friberg,
Noregi; Attila Fábián, Ungverja-
landi; dr. Trandifir Sandra, Rúmen-
■u; Edward Czajko, Póllandi; Kai
Antturi, Finnlandi; Paul Conrad,
Danmörku; Reinhold Ulonska,
V-Þýskalandi og dr. Wolfgang
Meissner, V-Þýskalandi. Allir eru
þessir ræðumenn mjög færir í sínunr
störfum, en afar ólíkir að lyndisein-
kunn og i túlkun orðsins, sem þó
alltaf rann frá sama brunni. Fjöl-
niargir notuðu tækifærið og komu
kvöld eftir kvöld, tækifæri sem
naumast gefst nokkru sinni aftur!
Athyglisvert var að heyra ræðu-
nienn frá Austur-Evrópulöndum
tala. Þar býr fólk við aðra stjórnar-
háttu en tíðkast á Vesturlöndunr.
Víðast hvar nýtur hreyfing okkar
Hvítasunnumanna nokkurs frjáls-
ræðis, innan þeirra marka, er stjórn-
völd setja. Opinberlega létu þessir
hræður ekkert eftir sér hafa, er gæti
komið þeim í koll við heimkomuna.
textarþeirra í ræðum voru þósterkir
°g var öllunr ljóst hvað við var átl.
Niðurstaðan var þessi: „Orð Guðs
verður ekki fjötrað."
Veðurfar var óhagstætt rneðan á
motinu stóð, norðan þræsingur og
huldi. Huggun var þó í því að svipað
veðurfar virtist ríkjandi um alla
norðurálfu á sama tíma.
Safnaðarfólk Fíladelfiu hýsti
þessa gesti og sköpuðust þar tengsl
°g kynning sem mun gagnkvæmt
verða til blessunar. Þeir sem ekki
gátu hýst gesti, lögðu margir hverjir
S'U af mörkum með góðri þátttöku í
fórnum til að endar næðu saman.
Ríeðumaður í síðustu samkom-
unni var doktor í málvísindum,
Wolfgang Meissner, frá Karlsrue í
Þýskalandi. Kom hann til íslands á-
samt 5 ungmennum úr söfnuði sín-
um. Meissner er mjög áheyrilegur
prédikari og áhrifaríkur.
Skal að lokum greint frá mjög sér-
stæðu og skemmtilegu atviki, er kom
fyrir klukkan 5 að morgni mánu-
dagsins 3. maí sl. Þá ók ég Meissner
til Keflavíkurflugvallar. Átti hann
pantað flug til Luxembourg kl.
07.15. Við verslunarmiðstöðina Suð-
urver stóð við vegarbrún kuldalega
klæddur maður er veifaði eftir fari.
Stöðvaði ég bifreið mína og spurði
þann er veifaði, hvert leið hans lægi.
„Til Keflavíkur," var svarið.
Er komumaður var sestur í hlýjan
bílinn, er brunaði nú áfram, þá
heyrði ég undir eins að þetta var út-
lendur maður. Hann kynnti sig og
kvaðst vera Gyðingur frá ísrael.
Kynnti ég okkur á móti, trú okkar og
veru í Evrópumóti Hvítasunnu-
manna. Kvaðst Gyðingurinn þá vera
svartur sauður í hjörðinni, þar sem
hann væri guðlaus og hefði enga trú
né trúrækni. Óð mjög á honum er
hann kynnti trúleysi sitt og andstöðu
við slík mál. Loks er hann hafði lokið
máli sínu, tók Wolfgang Meissner
við. Kvað hann það nánast furðulegt
að mæta Gyðingi hér uppi á íslandi,
sem virtist hafa hlotið sama uppeldi
og hann og hafa sömu lífsstefnu og
hafði verið hans um mörg ár.
Meissner hélt áfram: Faðir minn var
stormsveitarforingi í herdeildum
Hitlers. Hann var guðlaus nasisti. Á
heimili mínu var aldrei talað um
Guð, beðnar bænir eða lesið Guðs
orð. Það var hreinlega ekki til. Ég
hlaut uppeldi í Hitlers-Jugend og var
alinn upp í guðleysi, að hætti nasista.
Skoðanir mínar þá, voru nákvæm-
lega hinar sömu og þínar.
16 ára var Meissner kominn í her-
þjónustu, en slapp úr hildarleiknum.
í háskóla hlaut hann guðlega lækn-
ingu fyrir bæn og afturhvarf um leið.
Því er liann nú þjónandi prestur og
vinnur að útbreiðslu Guðsríkis.
Gyðingurinn var nú furðu lostinn
og fannst hart að trúarleysisafstaða
sín væri af sömu rót og böðlafólks
síns, nasistanna. Það sem eftir var
leiðar fékk hann að heyra vitnis-
burðinn um frelsið í Jesú Kristi og
kristna trú. f Keflavík steig hann út
úr bifreiðinni með aðrar hugsanir og
loforð um að nú skildi hann fara til
kirkju og kynna sér þessi mál betur
og frá annarri hlið.
Ekki má gleyma framúrskarandi
móttökum sem gestir mótsins fengu
og þá ekki hvað síst frá fyrirmönnum
þjóðarinnar. Þannig tók forseti fs-
lands, Vigdís Finnbogadóttir, í for-
setasetri sínu að Bessastöðum,
virðulega og hátíðlega á móti þessu
erlenda fólki, ásamt íslensku fylgd-
arliði. Sömuleiðis Biskupsembættið,
með Pétur biskup og biskupsfrú og
biskupsritara í broddi fylkingarogað
síðustu, embætti Dóms- og Kirkju-
málaráðherra, Friðjóns Þórðarsonar,
er bauð til kaffidrykkju og sýndi
þannig mótinu vinsemd og virðingu.
Þátttakendur voru mjög þakklátir og
hrifnir af því að komast þannig í
snertingu við fyrirmenn þjóðarinnar
og mun uppskeran af þessum kynn-
ingum verða sterkar fyrirbænir og
vinsemd til þjóðhöfðingja og fyrir-
manna fslands.
Ritstjórinn
AFTURELDING
Ég óska eftir að gerast áskrifandi að
AFTURELDINGU
, Forsíðumynd:
49. argangur 2. tbl. 1982 Guðni Einarsson
Útgefandi: Blaða- og bókaútgáfan, Hátúni 2, 105 Reykjavík.
Sími 91-20735/25155. Ritstjórl og ábyrgðarmaður. Einar J.
Gíslason. Blaðamaður: Matthias Ægisson. Setnlng og
prentun: Prentstofa G. Benediktssonar. Uppsagnir miðast
við áramót. Vinsamlegast tilkynnið breytingar á áskriftum og
heimilisföngum til skrifstofunnar. Árgjaldiðer 100 krónur.
Nafn -------------------------—
Heimili -------------------------
Póstnr. ---------------Póststöö
Fæðingard. ------------Nafnnr. —