Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1958, Side 10
10
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR
til hans í leit eftir víni og fund-
um þar óleyfilegar vínbirgðir.
Fékk hann þungan dóm fyrir og
bar sig mjög aumlega.
Eitt sinn fengum við orðsend-
ingu frá Smith um að koma fljótt,
því að mikið lægi á. Þetta var seint
um kvöld. Við brugðum skjótt við
og fórum á ,,klúbbinn“. Er við
komum í forstofuna er Smith þar
ásamt konu sinni og eru bæði grát-
andi. Segja |)au, að líklegast sé bú-
ið að drepa mann uppi á loftinu.
Séu þar 10 eða 12 Norðmenn, allir
meira og minna drukknir. Berjist
þeir með hnífum og lagi blóðið tir
þeim og séu þeir voðalega æstir.
Sagði Smith, að ekkert Jíýddi fyrir
okkur að fara upp, því að ])eir
dræpu okkur samstundis. Spurðum
við })á Smith, hvað við ættum hing-
að að gera.
„Ná í mannsöfnuð," segir hann
og er hinn aumasti. í stofu Jtar
niðri sat Norðmaður einn er Ottó
hét. Jón Hinriksson fer strax til
hans og biður hann um að hjálpa
okkur að skakka leikinn og koma
vitinu fyrir landa síría. Ottó þessi
var stór eins og Þórður læknir og
heljarmenni að burðum. Meðan
þessu fer i'ram ])ýt ég upp á loft,
en Jrar var Ijótt um að litast. Flest-
ir voru þeir, sem þarna voru, orðn-
ir berir að ofan, höfðu rifið utan
af sér spjarirnar og voru með hníf-
ana á lofti. Blóðið lagaði úr Jreim
öllum. Það kom dálítið hik á þá,
þegar ég kom upp, svo að ég tók
samstundis þann, sem næstur mér
var og fleygði honum niður stig-
ann og svo hvern af öðrum og lét
þá fara sömu leiðina. Jón Hinriks-
son og Ottó norski, sem nú var ær-
lega genginn í lið með okkur, tóku
þá jafnharðan og köstuðu þeim út.
Þeir voru víst ekki mjúkhentir á
þeim og fljótir voru þeir að ryðja
forstofuna. En svo byrjuðu slags-
málin aftur, þegar út var komið.
Fyrir neðan tröppurnar var mat-
jurtagarður og var nýbúið að láta í
hann. Ég ætla ekki að fara að lýsa
því, hvernig garðurinn varð útlits,
er 10 eða 12 öskuvondir og vitlaus-
ir menn veltust um hann eins og
griðungar í moldarflagi. Við járn-
uðum svo fjóra þá verstu, en hin-
um komum við ójárnuðum með
því að reka þá á undan okkur vest-
ur á bryggjur og létum þá Jjar út
í doríurnar. Allir komust þeir út
á sjóinn, en mikið gekk á í doríun-
um, slagsmál og formælingar og
margir duttu í austurinn í þeim. En
einhvern veginn slampaðist þetta
af, allir komust þeir í skipin og
við þóttumst góðir er við höfðum
ýtt Jieim frá landi. Stöku sinnum
vildi Jsað til, að þeir kæmu til sama
lands aftur, en það var sjaldan,
enda var þá fljótlega tekið á móti
og ýtt frá aftur. En svo er víst, að
ánægðir vorum við þetta kvöld,
þegar allir voru komnir um borð
og við litum yfir dagsverkið og
Jón Hinriksson.
„sjá, það var harla gott“, J). e. að
okkar dómi.
Og svona voru mörg kvöld Jretta
vor og sumar. Norðmenn, sem voru
á þessum línuveiðum, komu venju-
lega inn nokkru eftir hádegi á laug-
ardögum og lóru ekki út fyrr en á
mánudagsnótt. Laugardagskvöld
eitt um kl. 12 voru að venju marg-
ir Norðmenn komnir í land. Voru
])eir í hóp suður við sýslumanns-
túnið, þar sem Jyjóðkirkjan stend-
ur nú, og voru sumir ölvaðir að
vanda. Ber J>ar J)á að drukkinn
unglingsmann úr Reykjavík og ler
hann eitthvað að stæla við Norð-
mennina. Þetta þoldu þeir illa, og
varð þeim fljótt laus höndin. Er
þá ekki að sökum að spyrja, Jsarna
er kominn stórslagur fyrr en nokk-
urn varði. Allmargir íslendingar
voru þarna staddir og þar á meðal
flestir smiðirnir úr timburverk-
smiðjunni Dverg, sem þá átti Jó-
hannes Reykdal. Var Jóhannes
sjálfur þar á meðal og Benedikt
Reykdal, bróðir hans. Þeir þoldu
það illa að svona margir Norð-
menn færu á móti einum íslend-
ing og fannst sjálfsagt að jafna
leikinn. Við Jón Hinriksson kom-
um brátt Jjarna að og ætluðum að
stilla til lriðar, en })að var nú eitt-
hvað annað en auðvelt. Ógnar æs-
ing var kominn í báða flokka og
var nú barizt í gríð og erg. Það
komu Jiegar þrír Norðmenn og réð-
ust á Jón Hinriksson. Báðir höfð-
um við renndar eikarkylfur með
leðuról á og höfðum þær ævinlega
uppi í erminni. Máttum við nota
þær, ef mikið lá við. Jón Hin-
riksson var víst nýbúinn að munda
kylfu sína til höggs, en ])á kemur
aftan að honum fjári frísklegur ná-
ungi og Jjrífur af honum kylfuna,
og af Jm að ólin bilaði, nær hann
kylfunni og kastar henni inn á
sýslumannstúnið. Fór nú heldur
að síga í nafna minn og vin, og þar
sem kylfan var farin þá varð að
nota hnefana og það gerði hann
óspart. Hann var ekkert að skegg-
ræða við þá, en notaði nú aðferð
þá er Ágúst Flygenring boðaði og
gaf þeim ærlega á kjaftinn.
Ég fór nú að nota kylfuna og
hugsaði með mér að láta nú ekki
Jón Einarsson.
eins fara fyrir mér og nafna. Senni-
lega hefur þeim lundist ég vera
nokkuð Jnmghöggur, enda fór svo
að ég mölvaði kylfuna á lærinu á
einum þrjótnum. Þeir reyndu að
kippa kylfunni af mér, en ég gætti
])ess að treysta meira höndinni en
ólinni. Reykdal og Jaeir aðrir ís-
lendingar, sem Jsarna voru, gerðu
sem þeir gátu og víst er um það, að
]>eim bræðrum Reykdal og Bene-
dikt, sem þá voru á bezta skeiði,
var mikið niðri fyrir og skulfu báð-
ir af áreynslu og bræði. Við reynd-
um nú að járna ]>á verstu. Höfð-
um við sín tvenn járnin hvor og
tókst okkur að koma ]>eim öllum
í gagnið. Svo var hópurinn rek-
inn vestur á bryggjur. Mikið bað
versti óróaseggurinn okkur sárt um
að losa sig úr járnunum, það væri
svo skammarlegt að láta sjá sig
svona á almannafæri, en við það
var ekki komandi fyrr en þeir voru
allir komnir um borð í doríurnar.
Einn góðviðrisdag sem oftar var
mikill sægur al' útlendingum í bæn-
um. Að vanda voru Norðmennirn-
ir flestir en að auki nokkrir Svíar.
Á höfninni lá franskur togari og
höfðu hásetarnir fengið land-
gönguleyfi. Allir þessi útlendinga-
skari var orðinn meira og minna
ölvaður. Sló nú öllu saman hjá
Flygenringshúsi, ]>ar sem nú er
Kaupfélag Hafnfirðinga. Ekki
höfðu útlendingar þessir skegg-
rætt lengi saman, þegar allt var
komið í dúndrandi slagsmál. Norð-
menn og Svíar tóku höndum sam-
an á móti Fransmönnum. Voru hin-
ir fyrrnefndu miklu liðfleiri og
jafnframt verri viðskiptis en Frans-
mennirnir. Nú varð að skakka leik-
inn og reyna að koma einhverjum
]>essara náunga ofan í báta sína og
um borð í skipin. Með okkur Jóni
Hinrikssyni var settur sýslumaður
hér, Magnús Sigurðsson, síðar
aðalbankastjóri í Landsbankan-
um. Byrjuðum við á því að koma
Fransmönnum niður í bátinn sinn,
sem lá bundinn við syðri Bryde-
bryggjuna, en hún var við suðaust-
urhorn Flygenringshússins. Þetta
var lítil kæna, en Fransarar voru
annað hvort 5 eða 6. Það gekk ágæt-
lega að koma þeim um borð í bát-
inn, en þar sem ótækt þótti að róa
með þá á svo litlu fari, fengum
við annan bát til þess að róa með
þá aftan í. Það dæmdist á mig að
fara með þá og gekk nú allt vel í
fyrstu. En er við vorum komnir
kippkorn frá bryggjunni þjóta
karlar upp allir sem einn maður
fram í bátinn, og þar sem hann var
bæði lítill og valtur stakkst hann
við þetta á endann og hvoldi öll-
um körlunum úr sér í sjóinn. Leizt
mér nú ekki á blikuna. Allir voru
]>eir ósyndir og dauðadrukknir og
]>ess vegna mjög þungir í vatn-
inu. Létum við nú hendur standa
fram úr ermum og drógum þá upp
í okkar bát og tókst að ná þeim
öllum lifandi, sem betur fór. Ég
man sérstaklega eftir manni ein-
um, sem með mér var, Tómasi
að nafni, ættuðum af Akranesi.
Voru handatiltektir hans ósvikn-
ar er hann innbyrti Fransarana.
Þarna rétt hjá okkur var mannað-
ur bátur. Báðum við um aðstoð
bátsverja, en þeir sinntu því ekki,
sennilega hefur þeim ekki litizt á
fragtina. Heldur voru Fransmenn
aumir ásýndum eftir volkið. Flest-
ir þeirra höfðu misst húfur sínar
og sumir skóna. Var nú farið með
Fransmenn til sama lands aftur og
fenginn uppskipunarbátur til að
róa með þá um borð í togarann.
Gekk sú ferð stórslysalaust, enda
voru þessi uppskipunarbátar æði
þungir í vöfum og óhætt að stíga
út í borðið á þeim. Bjóst ég nú
hálft í hvoru við slæmum móttök-
um um borð í franska togaranum,
þegar komið væri með skipsmenn-
ina svona á sig komna. En það var
nú öðru nær. Skipstjórinn kom
sjálfur og innbyrti fenginn og var
mjög ]>akklátur. Hafði hann séð
aðfarirnar og þakkaði nú guði fyr-
ir að fá menn sína alla heila á
húfi. Sýslumaður og Jón Hinriks-
son tvístruðu hópnum, sem eftir
var, enda hafði slegið óhug á óróa-
seggina, þegar þeir sáu hvernig fór
fyrir ]>eim frönsku. Múgur og
margmenni hafði safnazt saman á
bryggjunni til að horfa á þessar
aðlarir, sem enduðu betur en um
tíma áhorfðist. Margt mætti íleira
ségja lrá ]>essu umrædda sumri.
Margur dagur var að vísu öðrum
líkur, en um helgar var alltaf nóg
að gera. Við þurftum ævinlega að
1 ylgjast með liverjum og einum
þessara alræmdustu og ekki vorum
við ánægðir fyrr en þeir voru
allir komnir um borð. Oft frétt-
um við af körlum, sem voru slangr-
andi milli Reykjavíkur og Hafn-
arfjarðar eða sáust sofandi út um
hvippinn og hvappinn. En allir
skiluðu ]>eir sér að lokum og ]>á
stóð ekki á okkur að flytja þá um
borð.
Ég læt nú hér staðar numið og
bið alla velvirðingar á þessari frá-
sögn minni um það, þegar ég var
lögregluþjónn.