Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1958, Qupperneq 11
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR
11
Sigurður Guðnason skipstjóri:
Sögur of sjónum
Sigurður Guðnason er fæddur i Keflavík 4. janúar 1887. Hann fór ungur að
stunda sjó og gerði það í mörg ár. Hann var á árabátum, seglskútum, vélbát-
um og togurum og auk þess í millilandasiglingum. Hann lauk farmannaprófi
í stýrimannaskólanum í Reykjavík vorið 1909 og var lengi skipstjóri á ýmsum
skipum, farsæll í hvívetna. Hann hefur átt heima í Hafnarfirði siðan 1913.
Sigurður er greindur maður og athugull og kann frá mörgu að segja. Hafa
frásagnir eftir hann áður birzt í hafnfirzkum blöðum.
Frásagnarkaflar þeir, sem hér fara á eftir, eru á þann veg til komnir, að rit-
stjóri þessa blaðs bað mig að eiga tal við Sigurð og skrifa eftir honum ein-
hverjar sögur, sent gætu orðið lesendunum til fróðleiks og gamans. Varð
Jjað ráð okkar Sigurðar, að við völdum að þessu sinni nokkra sundurlausa frá-
sögukafla og gerðum enga tilraun að tengja Jrá saman, enda er hver Jteirra
sjálfstæð saga. Eg lief reynt að fylgja orðalagi Sigurðar eins og mér hefur
verið unnt. — Olafur Þ. Kristjánsson.
Sigurður Guðnason, skipstjóri.
Nissinn.
Kei'lavík hét skúta, sem Duus-
verzlun í Keilavík átti. Var hún
keypt irá Hull í Englandi og hafði
verið skírð upp, er hún kom hing-
að. Hún var löngu seinna seld til
Færeyja.
Ég var háseti á Keflavíkinni í
tvö eða þrjú ár. Þorvaldur Jónsson
var þá með liana, en ég var vinnu-
maður hjá honum. Þorvaldur átti
seinna lengi lieima í Reykjavík.
hegar það atvik kom fyrir, sem hér
verður sagt frá, var Jón Bergsveins-
son stýrimaður hjá Þorvaldi.
Við lágunt á höfninni í Keflavík
í bezta veðri, hægum austankalda.
Rétt fyrir utan okkur lá dönsk
skonnorta, sem hét Ásta. Skipstjór-
inn á henni hafði boðið yfirmönn-
unum á Keflavíkinni að heimsækja
sig urn kvöldið. Fóru þeir á skips-
bátnum, en höfðu band í honum,
og átti ég að draga hann að okkar
skipi aftur og festa hann þar, en
síðan átti ég að vaka og gæta skips,
en þegar þeir væru ferðbúnir lieim
aftur, átti ég að losa bátinn, og
ætluðu þeir þá að draga hann til
sín að hliðinni á Ástu. Ætluðu þeir
að kalla til mín, þegar þeir væru
tilbúnir.
Nú leið alllangur tími, svo að
ekkert bar til tíðinda. Mig fór að
sækja sveln, en ég vissi, að ég mátti
ekki sofna. Þó varð það úr, að ég
fór ofan í lúkar og liallaði mér
þversum upp í eina kojuna, en
nafði fæturna á gólfinu, og ekki
lór ég úr stígvélunum. Ekki veit ég,
hvað ég sat svona lengi, eða livort
ég sofnaði, en líklegast hef ég þó
gleymt mér. Allt í einu hrökk ég
UPP °g sá stúlku í bláum, einföld-
um kjól standa í stiganum. Hún
hvarf jafnskjótt, en ég hljóp upp
og heyrði þá köll til yfirmanna
minna handan af Ástu. Ég losaði
bátinn í skyndi, en þeir drógu hann
til sín og komu um borð.
Þorvaldur spurði mig, hvort ég
hefði sofnað, en ég sagði eins og
satt var, að ég vissi það ekki, en
vel gæti verið, að ég liefði gleymt
mér um stund. Síðan sagði ég þeim
frá stúlkunni, sem ég hefði séð. Þá
sagði Þorvaldur:
„Hún hefur ekki viljað láta þig
sofa lengi,“ og var eins og honum
kæmi þetta ekki allsendis á óvart.
Sú saga gekk, að Keflavíkinni
fylgdi nissi. Það var stúlka, dótt-
ir mannsins, sem átti hana í Hull.
Hafði stúlkan fallið niður milli
skips og bryggju og beðið bana
af. Var sagt, að hún gerði helzt
vart við sig undan vondum veðrum.
Aldrei varð ég hennar var nema
í þetta eina sinn, en svo var að
heyra á Þorvaldi, að honum kæmi
ekki ókunnuglega fyrir, þótt hún
gerði vart við sig, enda var sagt, að
hún héldi sig einkum aftur á skip-
inu, þar sem káeta skipstjórans
Þær vildu fá mig til að dansa.
Vivid hét vélbátur, sem gerður
var út frá Hafnarfirði í nokkur
ár. Ólafur Davíðsson átti hann í
félagi við Hoff nokkurn, en Hoff
þessi var enskur maður og tengda-
sonur Helga Zoéga í Reykjavík. Það
var hann, sem var að halda brúð-
kaupsveizlu sína í Hótel Reykjavík
laugardgaskvöldið 25. apríl 1915,
þegar eldur kom þar upp um nótt-
ina með þeim afleiðingum, að
hótelið brann til kaldra kola og
11 hús önnur.
Ég var með Vivid í }n jú ár alls
og átti hann síðari hluta þess tírna-
bils ásamt Ólafi. Síðan seldum við
bátinn til Ólafsvíkur. Seinast
strandaði hann á Hornvík, en
mannbjörg varð.
Það var laugardaginn fyrir páska
vorið 1922, að mig minnir, að við
vorum á Vivid út af Krýsuvíkur-
bergi. Við vorum að koma austan
af Selvogsbanka. Það var laust eftir
hádegi, að við vorum undir berg-
inu. Við renndum þar og- urðum
töluvert varir við fisk. Veður var
svo blítt og gott, að við stóðum á
skyrtunni við færin. Ekki höfðum
við þar langa viðdvöl, þvi að við
ætluðum að ná inn til Hafnarfjarð-
ar á páskadaginn, enda höfðum við
aflað í skipið.
Þegar við vorum komnir inn
á móts við Garðskaga, sótti mig
svefn, svo að ég gat ekki haldið mér
uppi, heldur fór niður í og lagði
,mig og sval' í góðan klukkutíma.
Þá dreymir mig, að til mín koma
sjö stúlkur, allar eins búnar, á
snjóhvítum kjólum. Ég þóttist
kannast við eina þeirra, dóttur
Bergs heitins Jónssonar skipstjóra
í Hafnarfirði.
Og erindið, sem þessar stúlkur
áttu við mig, er þá að fá mig til
þess að dansa við sig. Ég var treg-
ur til og skoraðist undan og bar
því við, að ég væri illa klæddur til
þess að dansa við þær, auk þess sem
ég væri staddur um borð í skipi
mínu, því að ég þóttist vita í
draumnum, hvar ég var. Varð það
úr, að þær fengu mig ekki í dans-
inn, og vaknaði ég þá. Vorum við
þá komnir skannnt inn fyrir Skaga.
Hafði stýrimaðurinn, Aðalbjörn
Bjarnason á Hvaleyri, orðið var
við íuglager á sjónum og lialdið
þangað og látið renna færum. Eitt-
hvað urðu menn varir, en innan
skamms var haldið áfram. Veðrið
var eins og áður, svo mikil blíða,
að kalla mátti að væri bæði sól og
sumar. Komum við til Hafnar-
fjarðar eins og ætlað hafði verið.
Nóttina eltir rauk hann upp
með fárviðri. Stóð það veður í sjö
daga, jafnmarga og stúlkurnar
voru í draumnum. Lágum við í
höfn þann tíma allan, enda hafði
ég aldrei látið stúlkurnar hafa mig
í að dansa.
Síld og jólakaka.
Það bar við þetta sama sumar,
að við vorum á Vivid fyrir norðan
Horn á Húnaflóa. Þetta var í byrj-
un síldveiðitímans, en ekki vor-
um við á síldveiðum, heldur þorsk-
veiðum. Virtist vera þar nokkuð
um fisk, en hann gaf sig ekki til,
og töldum við, að úr því mundi
bætast, ef við næðum í síld í beitu.
Sáum við síldartorfu ekki langt frá
okkur. Látum við þegar síldarnet
í skipsbátinn, því að við ætluðum
ekki að láta okkur þetta happ úr
greipum ganga.
Vaktina áður hafði ég sofið.
Dreymdi mig þá, að ég væri kom-
inn heint til móður minnar í Kefla-
vík. Þótti mér hún gefa mér hálfa
jólaköku, en svo rnikið af rúsín-
um var í kökunni, að varla sást í
annað en rúsínurnar. Nú skipti
það engum togum, að jafnskjótt og
ég kem út úr bæjardyrunum, kem-
ur brúnn hestur móti mér og leit-
ast við að ná af mér kökunni. Hef
ég ekki nokkurn frið fyrir lionum,
og síðast verður það mitt ráð, að
ég fleygi frá mér kökubútnum
upp á bæjarvegginn. Við það
hrökk ég upp og sá ekki, að neitt
gæti verið að marka þennan
draum.
Nú er að segja frá síldveiðinni.
Þegar ég er búinn að hringa netið
utan um torl'una, sem var heldur
lítil, og ekki annað sjáanlegt en
hún væri vís í hendi, þá kernur þar
síldarhnífill askvaðandi og stingur
sér í torfuna, tvístrar henni allri og
rífur fyrir okkur endann á netinu.
Höfðum við ekkert af síldinni, —
ekki lrekar en ég jólakökuna í
draumnum.
Úr íeið.
Það er skrýtið, hvernig lítilfjör-
leg atvik geta stundum haft mik-
ilvægar afleiðingar, eins og til
dæmis að taka, þegar marklaust
mas í stráklingi verður til þess að
l'orða skipi lrá strandi.
Ég var háseti á togaranum Víði
hjá Magnúsi heitnum Kjærnested,
þegar þetta gerðist. Við komum út
frá Hafnarfirði og ætluðum
austur á Hvalbak. Við fórum eins
og leið liggur, og segir ekki af
okkar ferð fyrr en við vorum komn-
ir austur fyrir Vestmannaeyjar. Var
það seinni hluta dags, sem við fór-
um fram hjá Súlnaskeri.
Annar togari, Egill Skallagríms-
son, varð samferða okkur austur,
þó nokkuð á undan og aðeins
grynnra.
Klukkan tólf um nóttina kom ég
á vakt, en ég var vaktarformaður.
Suðaustankaldi var á, sjólítið, en
dálítil súldbræla.
Þegar ég er nýkominn á vaktina,
segi ég við Svein Jónsson, sem lengi