Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1958, Side 34
34
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR
60 ára hjúskaparafmæli eiga hjónin Pétur Jóakimsson og Agnes Felixdóttir
hinn 18. desember n. k. Pétur fæddist að Auðnum á Vatnsleysuströnd 9. sept.
árið 1874, en Agnes kona hans er f. 12. júní 1872 að Tungu í Út-Landeyjum.
Þau hjónin fluttust til Hafnarfjarðar árið 1921, og hefur Pétur stundað alla
algenga vinnu hér í bænum síðan, einkuni vegavinnu, og hefur hann sem verka-
maður átt sinn þátt í lagningu fjölmargra gatna í bænum. I>au lijón eignuð-
ust 8 mannvænleg börn, og eru 7 á lífi, búsett í Hafnarfirði, Reykjavík og Kefla-
vík. Þau Pétur og Agnes búa nú hjá syni sínum Jóakimi að Krosseyrarvegi
5 B. Munu margir Hafnfirðingar verða til þess að heimsækja þessi lieiðurs-
hjón á fimmtudaginn kenmr. Alþýðublaðið sendir þeim sínar beztu kveðjur, í
tilefni dagsins.
•o»o*o*o«o«o*>
•o*c*o*o*o*o#o*o*o*o»o*o«o*o*o*o»o«o«o*o«o*o#o«o»o*oi
- ....... ... ..... .........
Krossááta
Lárétt: 2. Hvað. — 4.
Ræktað land. — 8. Á
höfði. — 9. Trassi. — 10.
Arvakur.
Lóðrétt: 1. Línu. — 2.
Stóra. — 3. Vöntun (þf.).
— 4. Und. — 5. Bókstaf.
— 6. Vega salt. — 7. ... a
Hækka í tign. — 8. Bók-
staf.
Þrautir.
Sýslumaður, prestur, læknir og
skólastjóri áttu heima í sama þorpi.
Þeir hétu (nöfnin ekki í sömu
röð): Guðmundur, Jón, Sigurður
og Magnús.
1. Guðmundur og presturinn
voru í litlu vinfengi við Sig-
urð.
2. Hlýtt var með Jóni og skóla-
stjóranum.
3. Sigurður var frændi læknisins.
4. Sýslumaðurinn var virktavin-
ur Magnúsar og skólastjór-
ans.
Hvað hét hver þessara heiðurs-
manna?
Reikningsþraut.
Kaupmaður nokkur lét járnsmið
járna íyrir sig hest, skipaði hon-
um að gera það vel og sagðist borga
það vel á eftir.
Smiðurinn setti upn 1 evri fvrir
fyrstu fjöðrina, 2 fyrir hina næstu
og svo alltaf tvöfalt fyrir hverja
ljiiður; þær voru 24. Kaupmaður-
inn hló að hve lítið þetta væri og
sagði bókhaldara sínum að borga.
En hann hætti brátt að hlæja, þeg-
ar hann sá hver upphæðin var.
Hver var upphæðin?
Eldspýtnaþraut.
Geturðu fundið hvorum megin
hausarnir á eldspýtunum eru í full-
um eldspýtnastokk, án þess að opna
hann?
Talnagáta.
1 — 13. Heimili margra manna.
9, 10. Fornt vopn.
4, 2, 7, 5, 6. Smíðaáhald.
8, 9, 13, 11. Þurrlendi.
12, 10, 11. Grjót.
Ó. Þ. K.
EFJVír
Bls.
Örn Arnarson: Jól............................................ 3
Magnús Jónsson kennari: íbúar Hafnarfjarðar 1902 4
Gísli Sigurðsso?! lögregluþjónn: Gerðin i bœnum........ 7
Jón Einarsson verkstjóri: Fyrstu lögregluþjónarnir..... 9
Sigurður Guðnason skiþstjóri: Sögur af sjónum ......... 11
Sigurjón Amlaugsson verkstjóri: Litið til baka.............. 13
Friðfinnur V. Stefánsson múraram.: Kindumar minar .... 15
Buxnahvarfið (barnasaga) ................................... 17
Þór. Guðmundsson frá Sa7idi: Hafnarfjörður og umhverfi 19
Oskar Jónsso7i framkvœmdastjóri: Sagnir að vestan .......... 21
Hver er sjómaðwm^i? ........................................ 22
Verðlamiaþrautir ........................................... 23
Ha^ines JÓ7isso7i: Stökur................................... 24
Atvinnufyrirtœkin í bcc7ium 11. Skiþas771 iðastöði71 Dröfn . . 25
Myndaoþ7ian ............................................. 26—27
Stefán Júlíusson rithöfundur: Söngvarinn (smásaga)..... 29
Barnagaman.........•................................... 32—33
Efnisyfirlit, fréttir og smcelki............................ 34
Bjarni Jónsson myndskreytti sögurnar: Söngvarinn og Buxnahvarf-
ið. Hann teiknaði einnig mynd við jólakvæði Arnar Arnarssonar
og nokkrar myndir við barnagaman. Gunnar Rúnar tók forsíðu-
myndina og allar myndir frá Dröfn h. f. Magnús Jónsson kennari
Gísli Sigurgeirsson og Sigríður Erlendsdóttir lánuðu gamlar mynd-
ir. Ólafur Þ. Kristjánsson aðstoðaði við prófarkalestur.
Vilbergur Júlíusson sá um útgáfu þessa jólablaðs, svo og jóla-
blaðsins í fyrra.
Smælki.
Sonurinn: — Dæmið, sem Jrú
reiknaðir fyrir mig í gær, pabbi,
var skakkt hjá þér.
Faðirinn: — Hvaða vantlræði!
Sonurinn: — Það gerði ekkert til,
því að feður flestra hinna strákanna
höfðu líka reiknað Jrað vitlaust.
Hún: „Þér Jrykir víst vænna um
kjötbollurnar lieldur en mig!
Hann: „Nei, elskan mín, mér
Jaykir auðvitað vænna um J)ig, því
að ])ú býrð til kjötbollurnar."
„Ég hef eignazt son í nótt.“
„En ánægjulegt — til hamingju.
Var J)að drengur?“
Skotasaga.
Tveir Skotar sátu á brú og voru
að veiða. Þeir veðjuðu um það,
hvor yrði fyrri til að veiða fyrsta
fiskinn. Skömmu síðar beit á hjá
öðrum. Varð hann ])á svo glaður,
að hann datt í ána af eintómri geðs-
hræringu. Þá kallaði liinn Skotinn:
— Þetta kalla ég nú að hafa rangt
við, ef J)ú ætlar að kafa eftir fisk-
inum.
Dómarinn: „Þér eruð dæmdur í
fimm ára hegningarhúsvinnu.
Hvað haldið þér, að þér vilduð
helzt gera?
Fanginn: „Ef dómarinn liefði
ekki neitt á móti J)ví, ])á vildi ég
helzt vera til sjós.“