Good-Templar - 01.01.1897, Blaðsíða 8

Good-Templar - 01.01.1897, Blaðsíða 8
4 i C-deild Stjórnartíðindanna, þá sjáum vér, að aðfiuttir átengir drykkir eru þar 1 sama mæli sem áður. Síðasta skýrslan um aðfluttar vörur, sem birt er á prenti, er fyr- ir árið 1894, og telur hún þetta aðfiutt af áfengum drykkjum: af brennivíni 240283 pottar — rauðvíni og messuvíni 8881 — — öli ................... 128869 — o g önnur vinföng alls konar fyrir 62996 krónur. Af þessu sést, að ekki eru allir hættir að drekka, enda er og ýmislegt annað, sem kemur upp um drykkju- sKapinn, svo sem slysfarir af völdum áfengra drykkja, eignatjón o. fl. Saga gamla mannsins. (Þýdd). Aldrei gleymi eg þvi, hversu gamall sem eg verð, hvernig bindindishreyflngin byrjaði hjá okkur. — Eg var þá barn að aldri, að eins 10 ára gamall. Eg naut allra þæginda lífsins og foreldrar mínir létu mig ekkert bresta, enda unnu þau þessu einkabarni sinu hugástum. Vin var iðulega haft um hönd á heimilinu, og bar það opt við, að þau létu mig, hvort um sig, smakka á því. Einliverju sinni var birt við kirkjuna nýstárleg aug- lýsing, sem vakti almenna eptirtekt. Eg skildi ekki vel efni auglýsingarinnar, en margt og mikið var um það talað. Auglýsingin var sú, að næsta kvöld ætti að vera samkoma í kirkjunni og yrði þá haldinn fyrirlestur um tjón það, er leiddi af óhóflegri nautn áfengra drykkja. Presturinn boðaði sjálfur fundinn, en gat þess jafnframt, að honum væri ekki fyllilega ljóst, til hvers væri verið að þessu, og vildi því engum ráða, hvorki til nje frá, hvernig menn ættu að bregðast við þessari nýjung. Það var komið að fundartímanum og fólkið hafði safnazt saman i hópurn við dyrnar á veitingahúsinu; eg heyrði til þeirra, er inni voru, háreystina og hláturinn, og eg sá drukkna menn koma. reykandi út úr veitingahús-

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.