Good-Templar - 01.01.1897, Blaðsíða 20

Good-Templar - 01.01.1897, Blaðsíða 20
16 Stórstúka íslands af Ó.RG.T. Það kunng'jörist hér með, að sjöunda ársþing hinnar islenzku stórstúku verður háð í Good-Templar- húsinu í Reykjavík og byrjar laugardaginn 5. júní 1897, kl. 8. e. h. Sérhver undirstúka, 3em skuldlaus er við stórstúk- una, hefir rétt á að senda fulltrúa til þingsins, en kjör- gengi hafa þeir einir, er fengið hafa umd.stúkustig. Sjálf ákveður stúkan hvenær kjósa skuli, en þó skal boða kosninguna með viku fyrirvara. Hver undirstúka hefir rétt til að velja 1 fulltrúa fyrir liverja 50 meðlimi og brot úr 50 og jafnmarga varafulltrúa. Röð varafulltrú- anna fer eptir atkvæðafjölda þeim, er þeir hafa fengið. Til þess að fulltrúi og varafulltrúi sé löglega kosinn, þarf hann að hafa fengið meiri hlut atkvæða, sem greidd eru á fundinum. Iiver umdæmisstúka hefir rétt til að velja 1 full- trúa og 1 varafulltrúa. Þeir, er neyta vilja réttar sjns til að taka stór- stúkustigið, verða að hafa með sér skírteini frá undir- stúkunni fyrir því, að þeir hafi þjónað eða þjóni embætti æ. t., v. t., f. æ. t., eða hafi liaft umd.stúkustig í 2 ár. Umboðsmenn stórtemplars hafa einnig rétt til stórstúku- stigsins ef þeir sýna umboðsskrá sína. Meðmœli með umboðsmanni skal hver undirstúka hafa sent til stórritara svo snemma, að þau séu til hans komin fyrir þingið. Umboðsmenn þeir, sem nú eru, gegna starfi sfnu þangað til hinn nýkosni hefir fengið umboð sitt. Reykjavík 1. febrúar 1897. Borgþór Jósefsson. Stórritari. Um áfengi og: áhrif þess eptir Mich. Larsen og Herm. Trier, íslenzkað af Birni Jónssyni og útgefið af stórstúku Islands, er ómissandi bók fyrir alla bindindis- menn og bindindisvini. Fæst hjá flestum bóksölum lands- ins ogkostar að eins 15 a. hept og 20 a. bundið. Útgefandi: stórstúka Lslands. Eitstjóri: Ólafur Rósenkranz. Prentat) i ísafoldarprentsmiöju. Reykjavik 1897.

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.