Good-Templar - 01.01.1897, Blaðsíða 6
2
konur, að ef vér að eins höfum góðan vilja, þá getura
vér útvegað blaðinu svo marga kaupendur, að það svari
kostnaði að gefa það út, eða að minnsta kosti, að kostn-
aðurinn við útgáfu þess verði ekki ofvaxinn kröptum
stórstúkunnar.
í því trausti að enginn liggi á liði síuu í þessu efni,
leggjum vér út í þetta fyrirtæki, sem vér vonum að
hver góður bindindisvinur álíti skyldu sina að styrkja,
raeð því að kaupa sjálfur blaðið og útvega því kaupend-
ur og með því að senda blaðinu stuttar og gagnorðar
greinir um bindindismálið, en bindindisfélögin með því að
senda blaðinu skýrsiur, að minnsta kosti einu sintii
á ári, um hag félaganna sjálfra og um bindindisástand-
ið í hverri sýslu.
Allir liættir!
»Það er ekki orðið neitt gaman að fá sér í staup-
inu«, sagði gamall drykkjumaður fyrir nokkrum árum,
»það eru allir hættir að »vera með«, og Jón . . . smiður
hættur lika«. Hann fann það, að timarnir höfðu breyzt
og mennirnir með; kunningjarnir voru hættir að styðja
búðarborðið, tala um »landsins gagn og nauðsynjar*, og
fá sér þess á milli hálfpela af brennivíni eða »kisu«,
• til þess að væta kverkarnar og liðka talfærin; liann sá
fáa menn drukkna á götunum, og mætti engum sem bauð
upp á »einn gráan«; honum fannst enginn vilja lengur
»vera með«, lagði því sjálfur árar í bát og hætti að
drekka. Fáir eru þeir, sem hafa fetað í hans fótspor, að
því er hið síðasta atriðið snertir, þó allur almenningur
sé sömu skoðunar og hanu um það, að drykkjuskapurinn
sé að mestu horfinn hér á landi, og það jafnvel í sjálf-
um höfuðstaðnum. Það er að vísu satt, að rnikil breyt-
ing hefir á hinum síðasta áratug orðið á þessum þjóðlesti
frá því sem áður var, en hins vegar er langt frá því,
að allir séu hættir að drekka. Auðvitað er sú tíð horfin,
þegar hver sölubúð í kaupstað var jafnframt brennivíns-
knæpa, þar sem allir drukku ófeimnir; þegar brennivíns