Good-Templar - 01.01.1897, Blaðsíða 14

Good-Templar - 01.01.1897, Blaðsíða 14
10 eg verðskuldaði eigi fraraar að bera og tók dauðahaldi í frakkavasa minn. Eg gat ekki losað hann við mig og ineð djöfullegri harðneskju — því djöfull var eg þá en eigi maður — skellti eg hurðinni á handlegginn á drengn- um, tók upp hníf og skar af honum hendina um úlflið- inn«. Gamli maðurinn þagnaði nú litla stund og greip höndunum fyrir andlit sér, eins og hann vildi losna við vondan draum, en brjóstið gekk upp og niður eins og öldur í sjávarróti. Faðir minn var staðinn upp oghorfði nú niður fyrir sig; hann var náfölur og stórir svitadrop- ar sátu á enni honum. Það fór um mig kuldahrollur og eg var farinn að óska þess, að eg hefði setið kyrr heima. Gamli maðurinn leit nú upp aptur, og hefi eg aldrei á æfi minni séð aðra eins dauðans angist skína út úr and- liti nokkurs manns eins og nú á honum. »Það var kominn morgun þegar eg loksias vakn- aði; storminn hafði lægt, en það var nistings kuldi. Það fyrsta sem eg gjörði, var að fá mér vatn að drekka;svo fór eg að skygnast um eptir Mariu, en þar sem eg átti von á henni, var enginn. Nú fyrst, þegar eg sá hana hvergi, fór einhver óljós hugmynd, eins og hræðileg mar- tröð, að smeygja sér inn í mína rugluðu sál.'-Eg hugði að allt þetta væri voðalegur draumur, en opnaði þó ó- sjálfrátt dyrnar, skjálfandi af ótta. Þegar eg opnaði dyrn- ar, kom talsverður snjór inn í húsið og um leið féll eitt- hvað þungt inn af þröskuldinum og skall niður ágólfið«. »Blóðið þaut um æðarnar i mér eins og glóandi straumur og eg greip fyrir augun til þess að byrgja fyr- ir þessa sjón. Guð hjálpi mér; hvillk voðasjón; þetta var hin misþyrmda eiginkona mín og litla barnið okkar, bæði helfrosin. Trú til dauðans hafði móðirin grúft sig yfir barnið sitt til þess að skýla því; hún hafði sveipað um það lclæðum sinum, en verið sjálf hálfnakin í þessum nfstandi kulda. Hár sitt hafði hún breytt yfir andlitið á barninu og var það frosið við hinar hvitu kinnar. Hvít héla lá yfir hinum hálfopnu augum og á hinum litlu fingr- um barnsins. Hvað orðið var af eldra drengnum mínum efnilega, vissi eg ekki«.

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.