Good-Templar - 01.01.1897, Blaðsíða 9

Good-Templar - 01.01.1897, Blaðsíða 9
inu. Eg beiddi föður minn að lofa mér að far.i með hon- um á samkomuna, og tók hann því fremur dauflega í fyrstu. Þó fór svo að lokum, að hann lét tilleiðast, að seðja þessa forvitni mína. Hann bjó sig til ferðár og við urðum samferða til kirkjunnar. Mér er það minnis- stætt, hvernig fólkið var á svipinn, þegar það var að fara inn f kirkjuna; það skein út úr þvi forvitnin, að fá nú að vita, hvað um yrði að vera. Veitingamaðurinn sat út í horni og umhverfis hann hópur af vinum bans og kunningjum. Presturinn laum- aðist á bak við prédikunarstólinn, og var svo að sjá, sem hann væri í efa um, hvort það ætti við, að hann léti sjá sig i kirkjunni við þetta tækifæri. Síðastir allra komu 2 menn inn í kirkjuna, gengu upp að altarinu og námu þar staðar. Þessir tveir menn voru mjög ólíkir hvor öðrum að ytra útliti. Annar þeirra var stuttur og gildur, hinn hár og vel vaxinn. Hinn yngri virtist vera prestur enda var hann og þannig búinn. Hann var kringluleitur og glaðlegur og góðmennskan skein út úr augum hans, þeg- ar hann rendi þeim yfir söfnuðinn. Eptir nokkra bið stóð yngri maðurinn upp, skýrði frá tilgangi fundarins og spurði hvort nokkur prestur væri þar viðstaddur, til að byrja fundinn með stuttri bæn. Presturinn okkar sat grafkyr og lét ekkert á sér bera. Ræðumaðurinn hélt því sjálfur stutia bæn og flutti þar á eptir stutta ræðu, þvf næst spurði hann, hvort nokkur þeirra, er viðstaddir væru, hefðu nokkuð að at- huga við það, er sagt hefði verið. Nú stóð presturinn upp og andmælti því, er ræðu- maðurinn hafði sagt; voru það samskonar mótmæli, er hann flutti, sem eg svo opt og iðulega hefi heyrt síðan. Hann endaði með því, að lýsa vanþóknun siuni yfir þess- um nýungasmiðum, þessum sérvitringum, sem eigi liefðu annað fyrir stafni, en að útrýma gömlum oggóðum siðum þjóðfélagsins og gjöra heiðvirðum og ráðvöndum samborg- urum atvinnutjóu. Þegar hann hafði lokið máli sínu, lét veitingamaðurinn og vinir hans í ljósi ánægju sina og þakklæti hátt og í heyranda hljóði, og það var auðséð á

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.