Good-Templar - 01.01.1897, Blaðsíða 11

Good-Templar - 01.01.1897, Blaðsíða 11
7 það var eins og tár drypi af' hverju orði; og áður en eg vissi af, féll tár á hendina á mór; á eptir því kom ann- að og svo hvert af öðru eins og regndropar. Gamli maður- inn þerrði lika eitt eða tvö af augum sínum og hélt svo áfram. »Vinir mínir! Þér hafið nýlega. heyrt sagt, að eg væri landshornamaður, æringi og sérvitringur. En þetta er ekki rétt. Svo sannarlega sem guð þekkir mitt eigið hrygga hjarta, þá er eg hingað kominn af góðum hvöt- um. Heyrið mig og látið mig njóta sannmælis. Eg er orðinn gamall maður og æfiferill minn þegar á enda. Eg ber þungan harm í hjarta og tár væta hvarma mina. Eg hefi ferðast um koldimmt haf, þar sem ekkert ljós visaði mér veg og: allar lífsvonir keyrðust í kaf. Eg á enga vini, ekkert heimili og enga vandamenn á jörðunni og eg þrái innilega hvíld hinnar hinnstu nætur. — Vina- laus, vandamannalaus, heimilislaus!«. Enginn fékk staðizt þessi viðkvæmu orð gamla mannsins. Eg sá tár titra undir augnaloki föður mins og hætti því að fyrirverða mig, þó eg sjálfur táraðist. »En vinir mínir! Þetta hefir ekki alltafverið þann- ig. Fyrir handan hinar dimmu öldur, sem huldu vonir mínar, sé eg i fjar&ka blessaða birtu leggja upp afheim- ilislifi og heimilisánægju. Enn þá teigi eg mig titrandi eptir þeirri heimiiisgleði, sem áður var mín eign, — en nú er horfin«. Það var eins og gamli maðurinn sæi í huganum bjarta mynd, sem iýsti i fjarska; — varirnar voru opn- ar og hann benti út í loptið með fingrunum. Mér varð ósjálfrátt að líta þangað sem hann benti, og var eg þó hræddur um, að eg mundi sjá einhverja vofu, sem hann kynni að hafa sært fram með þessu töfraafli. »Fyrrum átti eg móður; hún dó af sorg á gamais- aldri. — Fyrrum átti eg konu, — ljómandi fallega og væna, — hina viðkvæmustu konu, sem nokkurn tíma hefir brosað á jarðnesku heimili. Augu hennar voru blá og blíð eins og sumarhimin og tryggara hjarta en henn- ar hefir enginn eiginmaður elskað. En bláu augun urðu döpur, þegar sorgartárin höfðu þvegið burtu ljómann, og

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.