Good-Templar - 01.01.1897, Blaðsíða 10

Good-Templar - 01.01.1897, Blaðsíða 10
6 öllu, að allur almenningur i kirkjunni var siður en ekki hlynntur þessum tveimur gestum og hinum nýju kenning- um þeirra. Meðan presturinn var að tala, hafði ókunni maðurinn ekki af honum augun og hann hallaði sér áfram, eins og hann vildi ekki missa af einu einasta orði. Þegar presturinn var seztur niður, stóð hinn gamii, risavaxni maður upp. Eg varð hrifinn af ótta og virð- ingu, þegar eg sá gamla manninn standa þarna og líta steinþegjandi yfir söfnuðinn. Það var dauðaþögn í allri kirkjunni. Gamli maðurinn hvessti augun á veitingamanninn og var eins og hann titraði fyrir þessu alvarlega, snarpa augnaráði; mér fanst eins og mér létta, þegar gamli mað- urinn leit af honum aptur. Stutta stund var eins oghann væri að hugsa sig um, en svo tók hann til máls með lágri og titrandi röddu, sem var þó svo hrífandi, við- kvæm og þægileg, að hún hafði gagntekið hvern mann í kirkjunni þegar áður en fyrstu setningunni var lokið. Faðir minn horfði á ræðumanninn með meira athygli og áhuga, en hann endranær var vanur að láta i ljósi. Eg man að eins stutt ágrip af ræðu gamla mannsins, þó að atburður þessi að öðru leyti standi mér ljósar fyrir hug- skotssjónum en nokkuð annað, sem fyrir mig hefir borið á æfinni. »Vinir míiiir® sagði hann; »eg er að vísu ókunnur gestur hér hjá yður, en eg voria þó að eg megi kalla yður vini. Ný stjarna er runnin npp, og enn þá er til vonargeisli á hinni dimmu nótt, sem breiðir sína dökku blæju yfir ættjörð vora«. Siðan hélt hann áfram með djúpri, titrandi röddu og fórnaði upp böndunum: »0 guð! Þú sem litur í náð oií miskunn ril þeirra jarðarinnar barna, sem mest eru afvegaleidd, þökk sé þér fyrir það, að eirormur er upphafinn, er drykkjumaðurinn getur horft á og við það orðið heilbrigður; að ljós hefir rofið myrkr ið umhverfis hann, það Ijós, sem getur leiðbeint hinuin hrygga og þreytta ferðamanni til virðingar og ánægju«. Það er næsta undarlegt, hvílíkt afl mannsröddin get- ur haft í sér fólgið. Maðurinn talaði lágt og hægt, en

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.