Good-Templar - 01.01.1897, Blaðsíða 12

Good-Templar - 01.01.1897, Blaðsíða 12
8 hjarta hennar pindi eg, þangað til allir þess strengir voru brostnir. Fyrrura átti eg laglegan, efnilegan og röskan son, en hann flæmdist burtu frá heimili sínu og hjarta mitt örmagnast nú af löngun eptir að vita, hvort hann enn þá er á lifi. Fyrrum átti eg ofurlítinn barnunga, lítið og viðkvæmt blóm; en þessar hendur mínar slitu upp blómið, og nú er það gróðursett hjá bonum, sem elskar ungbörnin og bauð þeim til sín að koma«. »Ottist ekki, vinir mínír; eg er ekki morðingi, eins og það orð er vanalega skilið«. »Enn þá bregður upp roða á kvöldhimni æfi minn- ar. Hólpin móðir gleðst yfir apturkomu sonar síns. Eig- inkonan lítur brosandi niður til mannsins síns, sem snúið hefir aptur til dyggðar og guðsótta. Barns-engillinn minn heimsækir mig í rökkrinu, og eg flnn hin helgandi áhrif, þegar litla mjúka hendin strýkur brennheita kinn- ina. Og ef drengurinn minn efnilegi enn er á lífi, mun hann fús til að fyrirgefa hinum iðrandi gamla manni höggið, sem limlesti harin um aldur og æfi, og harðneskju þá, sem rak hann út í heiminn. Guð fyrirgefi mér alla þá ógæfu, sem eg hefi leitt yíir mig og mina«. »Fyrrum var eg lieimskingi og elti eins og flón villuljós það, sem leiddi mig í glötun. Heimskingi var eg, þegar eg færði hinu bölvaða brennivlnsgoði að fórn konu mína og börn, heimili og ánægju. Hinni viðkvæmu konu, sem eg lék svo hart, hafði eg þó áður svarið að vera góður eiginmaður«. »Fyrrum var eg drykkjumaður. Ur heiðarlegri og arðsamri stöðu steypti eg mér niður í svívirðu og fátækt og konuna mína dró eg með mér í glötunina. Eg sá að kinnar hennar urðu fölari ár frá ári og kraptar hennar minni. Eg skildi hana eptir einsamla innanum rústirnar af hamingju okkar, en leitaði sjálfum mér ánægju við borð veitingamannsins. Aldrei kvartaði hún og kom það þó fyrir, að bæði hún og börnin voru hungruð«. »Það bar til einu sinni á nýjársdagskvöld, að eg kom seint heim J hreysið, sem góðgjörðasemi mannanna hafði gefið oss að skýli. Konan mín var enn á fótum og sat hún skjálfandi fyrir framan eldstóna. Eg heimtaði

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.