Good-Templar - 01.01.1900, Side 8

Good-Templar - 01.01.1900, Side 8
4 áfengi eftir sem áður með sama verði sem fyr — auðsjáanlega í þeirri von að sór takist að auka söluna svo mjög, að gjalds- ins gæti varla. Bindindisfélag — já, víst er G. T. reglan bindindis-félag. En yæri hún ekkert meira, þá væri hún tiltölulega lítils virði og lítils megnug móti því sem hún er og getur verið. Tilgangur hennar er auðvitað, að efla persónulegt bindindi einstaklinganna. En það er ekki þýðingarmesti aðal-tilgangur- inn, því síður einka-tilgangurinn. — Að taka burt freistinguna, uppræta aðalmeinsemdina, áfengið, það er aðaZ-tilgangurinn. „Að ósi skal á stemma" sagði Þór forðum. Svo segir G. T. reglan. Hefirðu lesið ritgerð Guðmundar Björnssonar læknis „Um áfenga drykki"? — Jú, ég las hana í fyrra og þótti hún ágæt. — Það er ekki nóg, kunningi. Lestu hana afturíár! Lestu hana á hverju ári — gjarnan tvisvar á ári. Hún er ekki löng, svo að það er vinnandi verk. — Og í hvert sinn sem þú ert búinn að lesa hana á ný, þá fáðu einhvern annan til að lesa hana líka, helzt sem flesta! Hún er þess verð! Það er ekkert „stúkumælsku“-orða- glamur; en það eru skynsamlegar röksemdir Ijóst og skemti- lega fram settar. Það er í ráði, heyri ég, að fara að gefa út nótusett sönglögin við reglu-söngvana. í'að verður án efa vel þegið í hverri stúku. Nú er líka kostur á þvi, því að Aldar-prent- smiðja prentar ljómandi fallega nótur. Þess má sjá merki í 2. tbl. af „Frækornum". „Þjóðólfur" dygða-blóðið stórhneykslast á því, að Umd.- stúkan hefir heitið verðlaunum fyrir að koma upp vínsölulaga- -brotum. Eftir eldri vínsölulögunum fékk uppljóstarraaður hálf- ar sektir. Það var að eins einn vínueytandi hér í bæ, sem gerði sér atvinnu að þessu, og það var mágur ritstjóra „Þjóð- ó!fs“. Nú hefði honum brugðist þessi lífsvegur, af því nýju lögin veita uppljóstanda engar tekjur, ef Umd.-st. hefði ekki blaupið undir bagga. Getur ritstj. „Þjóðólfs“ ekki unnað mági sínum þessarar sleikju? —- „Köld er mága-ástin!“ J. Ó,

x

Good-Templar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.