Good-Templar - 01.01.1900, Side 9
5
BÁLKUR STÓR-TEMPLARS
Eftir samþykt á síðasta Stórstúku-þingi var gert ráð fyrir
því, að Stór-Templar skrifaði við og við í blaðið, og skýrði frá
ýmsu, sem Regluna varðar hér á landi, sérstaklega ýmsu, sem
sem bæri við hingað og þangað. Af því að þetta er í fyrsta
sinni sem skýrsla er gefin, ná þessar línur yfir lengri tíma, en
þær munu annars ná hér eftir.
Regluboðun hefir verið helzt þessi í haust: Br. Sigurður
Eiríksson hefir farið tvær ferðir um Árness og Rangárvalla
sýslur. Systir Ólavía Jóhannsdóttir fór suður með sjó frá
Reykjavik, fyrir Umdæmisstúkurnar nr. 1 og nr. 2, og hélt
þar útbreiðslufundi víðsvegar. Stór-Templar fór milli Jóla og
Nýárs austur á Eyrarbaklca og vígði ið nýja hús reglunnar
þar. Br. Bjarni S. Lyngholt hefir haidið fundi í Múlasýslum,
en um framkvæmdir hans hefir ekki frétst enn þá. Umdæm-
isstúkan nr. 3 hefir fengið 50 kr. styrk fyrst um sinn til að
útbreiða Regluna innan umdæmisins, og í Hiínavatnssýslu hefir
br. Magnús Blöndal verið feng'inn til að útbreiða bindindi, og
styrkja stúkurnar sem eru þar. Um framkvæmdir hans vita
menn ekkert enn þá hór.
Stúkurnar í Húnavatnssýslu eru fjórar:
Stiikan Úndína nr. 46 í Vatnsdalnum stendur ljómandi
vel; hún er svo vel liðuð að íurðu gengir, og er það sem hún
helzt vill vera, fyrirmyndar-stúka. Hún hefir nú 60 meðlimi.
Stúkan Vinabandið nr. 37 á Blönduósi, er einnig vel stödd
og heldur vel saman liði sínu. Hrin hélt 2. afmælishátíð sína
27. Nóv. 1899. Æ. T. Hallgrímur Davíðsson bókhaldari setti
liátíðina og talaði fyrir Reglunni. Realst. Páll Halldórsson (frá
Úndínu) fyrir íslandi. Fyrir Undínu talaði Jón Egilsen bók-
haldari á Blönduósi. Fyrir Vinabandinu Jón Hannesson Odd-
viti i Þórormstungu. Fyrir gestum talaði Ólafur N. Möller, en
br. Sigurður Oddleifsson mintist systranna í Reglunni. Allar-
voru þessar ræður fjörugar og skemtilegar, segir maður, sem
var þar við. Við afmælisfiátíðina voru staddir Templarar frá
„Gleym mér ei“ á Sauðárkrók, frá „Undínu í “Vatnsdal, og