Good-Templar - 01.01.1900, Page 10
6
frá „Sigurvon" á Skagaströnd. Vinahandið vinnur með áhuga
og fjöri að málefninu. Um hinar stúkurnar í Húnavatnssýsiu
veit ég iítið.
Stúkan HUðin nr. 37 í Fljótshlíð hélt afmæli sitt í Nó-
vember 1899. Br. Sigurður Eiríksson var t>ar kominn og hélt
fyrirlestur, og stúkan veitti viðtöku 16 nýjum félagsmönnum
um kvöldið.
Stúkan 'Perlan nr. 39 í Hvolhreppi hélt fund um sama
leyti, og br. Sigurður Eiríksson var þar einnig og talaði. A
fundinum gengu inn 7 nýir félagsmenn. Stúkan heldur uppi
sjónleikum í vetur undir forustu héraðslæknis Ólafs Guðmunds-
sonar og konu hans systur Margrétar Magnúsdóttur.
Stúkan Brúin nr. 57 við Þjórsárbrú hefir orðið fyrir því
óhappi, að þar komu upp málaferli innan stúku, sem hafa
valdið missætti, um stund að minsta kosti. Þess háttar ætti
aldrei að draga dilk á eftir sér lengi i neinni stúku, því Templ-
arar verða að læra það, að beygja sig undir afl atkvæða, og
sætta sig við það, þótt skoðanir þeirra verði í minni hluta.
Ef atkvæðagreiðsla brýtur lög Reglunnar, getur sá sem hún
gengur á móti skotið máli sínu til æðra dóms.
Stúkan Díana nr. 30 á Vatnsleysuströnd hafði borið sig
upp með það í vor, að hún þyrfti að fá Regluboða þangað
með haustinu. Systir Ólavía Jóhannsdóttir hólt þar útbreiðslu-
fund nokkru fyrir Jól. Útbreiðslufundurinn var fjölsóttur; og
menn vænta ins bezta af honum. Rétt á eftir tók stúkan
upp 5 nýja meðlimi.
Stúkan Vonarstjarnan nr. 10 í Leiru hefir staðið í 10 ár
oftast með rikum meðlimafjölda. Þar hélt systir Ólavía einnig
útbreiðslufund, en afleiðingarnar af lioniim eru ekki kunnar.
Stúkan varð rétt á eftir fyrir því stórslysi, að hús br. Þor-
steins Gíslasonar í Melal>æ brann til kaldra kola rétt fyrir
Nýárið. Hann og fólk hans komst nauðulega út úr eldinum,
sumt nakið, að sagt er; eitt barnið (af 8) brann til skemda,
svo ekki verður sagt, hvort það lifir það af. Br. Þoisteinn
Gíslason brendi sig til skemdar sömuleiðis, og kól jafnframt
við að taka á móti fólki sínu út um glugga á húsinu; hann
var hættulega veikur þegar síðast fi-éttist, en þó á batavegi.
Hann misti aleigu sína í brunanúm, jafnvel kýrnar brunnu
inni. Húsið var vátrygt. Templarar syðra og líklega í Reykja-