Good-Templar - 01.01.1900, Page 18

Good-Templar - 01.01.1900, Page 18
Af því sem á alþjóða-stórþinginu siðast gerðist og ung- templara-regluna snertir, rná geta þessa ins helzta: AÍþióða-hástúkan iýsti yflr því, að hún hóldi fast við fjór- föidu skuldbindinguna. Akvað, að söniu siðbækur skyldi nota áfranr, á grundvelli fjórföldu skuldbindingarinnar. Samþykti, að í ungtempjlra-stúkur msetti taka upp sem aukameðlimi bæði fullorðna menn og börn (er ekki heyrðu til I. 0. G. T.), ef þeir eða þau ynnu ið einfalda bindindisheit ungtemplara. Er slíkir aukameðlimir eru ekki kjörgengir til embætta. Annars hafa þeir öll meðlimaréttindi (máifrelsi, til- iögurétt); nema eigi atkvæðisi'étt., og eigi heldur tillögurétt um tilnefningar tii embætta. t’ingið samþykti enn fremur, að æskilegt væri að stofna unglinga-stúkur (Juvenile Jjodqes), sem tækju inn stálpaða pilta og stúlkur, sem hafa ekki aldur til að komast í fullorðinna manna stúkur. Skuldbindingin skyldi þar ve]-a bindindísheiti ungtemplara-stúkna gegn áfengi. — „Barnastúkurnar“, sem nú eru svo nefndar, eða ungtemplai'a-stúkurnar (Juveuile Temyles) hafa fjórföldu skuidbindinguna. — Pessar nýju unglinga-stúkur eru auðsjáanlega ætiaðar sem miiiiliður miiii barnastúkna og undirstúkna, enda er það sagt, að þær eigi að vera forskóli fyrir undirstúkurnar. Það er auðvitað, að í sveitastúkum er ekki mannfjöldi nægur í þrennar stúkin'. En í Keykjavik og, ef til vill, öðrum af inuin stærri kaupstöðum, kynni það að vera; en þá ætti að hækka aldurstakmarkið þar fyrir uþptöku í undirstúkur. Bæði í barnastúkum og unglingastúkum á að gefa fræðslu um skaðsemi tóbaks, ills munnsafnaðar og fjárhættuspila. Að minsta kosti einusinni í mánuði á að skora á hvern aukameðlim i barnastúkum og hvem meðlim í unglingastúkum, sem eigi hefir tekið nema einföidu skuldbindingnna, að ganga undir þá fjórföldu, eða góra þeim kost á því. Meðljmir, sem hafa tekið fjórföldu skuldbindinguna, mega bera á einkenni sínu rósettu úr blám, hvitum eða silfruðum, rauðum og gulum eða gyitum borða; hvíti liturinn táknar tóbaksbindindi; rauði eða bronse-liturinn illyrða-bindindi; guli eða gyiti liturinn fjárhættu-spils bindindi.

x

Good-Templar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.