Good-Templar - 01.03.1899, Page 9

Good-Templar - 01.03.1899, Page 9
41 þeim andmælum, að útlendir ferðamenn muni fælast landið, ef hór fáist ekkert áfengi keypt. Þau andmæli falla þegar um sjálf sig, af þeirri ástæðu, að útlendingar geta haft áfengi með sór, ef þeir ekki þykjast geta áti þess verið, og í annan stað hrósa þeir marg- ir landinu einmitt fyrir það, live hór só hljótt og rólegt, ekkert svall né drykkjuslark, engin háreysti nó skarkali, og hór só því sönn unun að hviía sig eftir alla þreytuna við glautninn og skrölt- ið í borgnntim erlendis. Fleiri andmælum álítum vér eigi þörf að svara að sinni. Stórstúka Islands ai I. 0. G. T. Reykjavík 8. marz 1899. Til allra Good-1 emplara á Inlandi. Það er orðið all-langt siðan eg skritaði síðast í all- ar stúkur hér á landi, svo að naumast má lengur kyrt vera. Nauðsynin til þess að láta stúkur og meðlimi til sín heyra er þess meiri, sem Reglan hefir tekið upp nýja stefnu, sem nauðsyn er til að hver félagsmaður þekki og styðji, hvort sem hann er karl eða kona, og sem nú um lengri tlma munu taka alla krafta, sem fengist geta, í sina þjónustu. Það verður talað um það mál siðast í linum þessum, þvi fyrst verð ég að gef'a stutt yfirlit yfir útbreiðslu Reglunnar, eins og hún hefir gengið siðan síðast var skýrt frá henni. Útbreiðsla Reglunnar hefir eins og áður gengiö framúrskarandi vel. í umburð- arbréfi 8. júní 18Í)8 var skýrt frá því, að írá 8. júní 1897 og- til sama dags 1898 hefðu verið stofnaðar 12 stúkur, og tva^r gamlar lífgaðar við aftur. Frá 8. júní 1898 og til ársloka voru stofnaðar 10 nýjar stúkur, sem allar eru taldar I »Good-Templar« III. nr. 1 1899 á bls. 4, svo ekki sýnist þörf' að geta þeirra hér sérstaklega, en eftir það hafu þessar stúkur komist upp og fengið stofnskrá:

x

Good-Templar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.