Good-Templar - 01.03.1899, Qupperneq 11
43
af hinum nýju félagsmönnum, sem við hafa bætzt, hafi
þyrpst í nýju stúkurnar. Hver nýr félagsmaður, eða fé-
lagssystir, dregur á eftir sér kunningja sina, og svo sýn-
ist, sem gamlir og nafnkunnir félagsmenn, sem ávalt laða
fjölda manna að, hafi líka á hinn bóginn oft haldið
mörgutn nýjum mönnum úti; náttúrlega alveg óviljandi.
Þeir sem berjast hraustlegast fyrir hreyflngunni, fá oft
flesta óvildarmenn.
Elding af heiðum himni
mátti segja að fyrirlestur Guðmundar Björnssonar héraðs-
læknis væri fyrir Regluna, og aðra hér í bæ; svo mun
hafa verið viðar. Enginn vissi fyrirfram hvað læknirinn
mundi segja, og húsið var troðfult, en þegar menn fóru
að skilja hvert hann fór, leituðu einstöku menn dyra, og
vildu ekki heyra meira af svo góðu. Ymsar kviksögur
heyrðust á eftir, og ekki siður getgátur um það, hvað
lækninum hefði gengið til að segja þetta — sem næstum
alt hafði verið tekið (margsinnis fram 1 bindindisræðum
Giood-Templara, síðasta getgátan held ég hafl verið, að
Good-Templarar hafi keypt hann til að halda fyrirlestur-
inn, sem er alveg tilhæfulaus. En þegar vér vissum
hvað i fyrirlestrinum var, svo keypti stórstúkan hann á
eftir. Hún gaf hann út í mörg þúsund eintökum, og
ætlar að koma konum inn á hvert einasta heimili á land-
inu, því Reglan álítur, að fyrirlesturinn sé eitthvert rök-
studdasta »innleggið«: sem komið hefir fram í málinu.
Þar setn Guðmundur Rjörnsson er jafntramt einn af lærð-
ustu læknum landsins, eru mótmæli frá lærðum mönnum
og leikmönnum gegn því, sem* í fyrirlestrinum stendur,
alveg þýðingarlaus.
Ein króna tuttugu og fímm aurar
Stórstúkan selur fyrirlesturinn á 2^/2 eyri þegar stúk-
urnar panta nokkuð mörg eintök, en ætlast til að ein-
takið sé selt á 5 aura. Húti vildi ekki útbýta honum
gefins, þvi að það sem fólk fær fyrir alls ekkert, álítur
það oftast vera einskis virði, og fleygir því án þess að
lesa það. Daginn sem fyrii’lesturinn kom út, útvegaði
lítill drengur sér tillmörg eintök, fór með þau svo viða