Good-Templar - 01.08.1901, Síða 1
GGGÐ-TEMPLAB
BLAÐ STOR-STÚKU ÍSLANDS
AP
I. 0. G. T.
Y. ÁRG.
REYKJAYÍK, ÁGÚST 1901.
8. BLAÐ.
Hví er eigi bundið um sár þjóðar minnar?
Bíndíndisræða
eftir
Haeald Níelsson,
íiutt í dómkirkjunni 7. júní 1901, á 9. þingi Stór-Stúku íslands.
Jerem. 8, 21.—23: Sár þjóðar minnar eru mín sár; eg
lclœðist sorgarbúningi, ofboð grípur mig. Eru engin snvyrsl í
Gíleað? er ]>ar enginn lcelcnir? Hví er eigi bundið um sár þjóð-
ar minnar? Æ, að liöfuð mitt vceri vatn og augu mín táralind,
]>á slcyldi eg gráta nœtur og daga ])á er fallið liafa af þjóð minni.
Ættjarðarástin hefir jafnan verið talin ein af hinum feg-
urstu dygðum; menn hafa sungið henni lof, ort um hana
kvæði, bæði í heiðni og meðal kristinna manna. Lofstír þeirra
manna, er skarað hafa fram úr öðrum í því að verja föður-
land sitt gegn útlendum fjandmönnum, hefir verið haldið á lofti
kynslóð eftir kynsióð og minning þeirra stundum orðið
ódauðleg. Eg ætla mér eigi, kæru tilheyrendur, að faia að
kasta neinni rýrð á ættjarðarástina nó heldur gera lítið úr
minning þeirra manna, er þjóðirnar hafa sett í öndvegissæti
hjarta síns vegna þess, að þeir létu lif sitt fyrir fósturjörð sina
eða sýndu á annan hátt í lífi sínu, að þeir elskuðu ættland
sitt og vildu leggja mikið í sftlurnar fyrir sjálfstæði þess og
verja það gegn útlendri kúgun og ofríki. En hitt vil og benda
á, að í insta eðli sínu er það engin dygð, enginn siðferðilegur
fullkomléiki, þótt mönnum þyki vænt um ættjörð sína. Ætt-
jarðarástin er í insta eðli sínu manninum meðfædd, honum ó-
sjálfráð tilfinning. Vér könnumst allir við það, þekkjum það