Good-Templar - 01.08.1901, Qupperneq 2
90
allir dæmlaust vel af eigin reynsJu, að oss þykir vænt um þann
stað, þar sem vér lifðum bernsku vora. Túnbletturinn, sem
vér lékum oss á, balinn, sem vér hlupum um, þúfurnar og
steinarnir, sem vér sátum á og hjöluðum við, þá er vér vor-
um í fyrsfu bernsku og oss tók að dreyma fyrstu drauma lífs-
ins, bærinn okkar, þar sem vér átt.um heima á vormorgni
æskunnar, gilin og lækirnir þar, hólarnir og hvammarnir óg
fjöllin biáu — hvað oss þykir vænt um þetta alla æfl vora;
hvað vér munum vel eftir sólskinsstundunum þar, hve heiður
oss fanst himininn þá og loftið tært! Nei, það er engin dygð
að elska bernskustöðvar sínar. Tað er blátt áfram vottur um
óeðlilegt tilfinningarleysi, skortur á ræktarsemi að gera það eigi.
En af þessari tilflnning, elskunni til átthaganna og æskustöðv-
anna, er ættjarðarástin sprottin. Ættjörðin er átthagar vorir
í rýmri merkingu. Tegar sjóndeildarhringur vor stækkaði með
þroskaárunum, skildist oss þetta. Guð hefir hagað því svo, að
mannkynið á jörðunni heflr greinst í margar þjóðir og hver
þjóð býr sér í sínu landi, sínum átthögum. Og þessir átthag-
ar, þessi lönd hafa hvert sitt einlcenni, hvert sinn sórkennileika,
er að meiru eða minna leyti mótar hvert barna sinna. Kær-
leikstilfinningin fyrir átthögum vorum færist út 'með vaxandi
þroska og þekkingu ; oss fer ósjálfrátt að þylcja vænt um landið
alt, förum ósjálfrátt að elska ættjörð vora.
En ættjarðarástin á eigi og getur eigi verið eingöngu elska
til landsins, hún hlýtur og verður jafnframt að vera elska til
þjóðarinnar, mannanna sem byggja sama land og vór, tala
sömu tungu og vór, eru af sama kynstofni komnir og vér.
Tetta er ekki nema eðlilegt og sjálfsagt, jafneðlilegt og sjálf-
sagt og það, að vér elskum foreldra og nánustu ættingja meir
en aðra menn. Blóðið rennur oss til skyldunnar, einnig að því
er þjóðernið snertir. Svo í raun og veru er slík ást til þjóð-
arinnar, sinnar oigin þjóðar, heldur engin dygð. Meðal sinnar
eigin þjóðar kann hver og einn bezt við sig, þar nýtur hann sín
bezt, þar liflr hann glaðastur, að minsta kosti er til lengdar
lætur — þar unir hann bezt, á sinni eigin ættjörð, „við land
og fólk og feðra t.ungu."
En ættjarðarástin getur orðið að dygð og er ætlað að
verða það hjá hverjum kristnum manni. Tessi eðlilega tilfinn-
ing, elskan til lands og þjóðar, á að lyftast upp í hærra veldi,