Good-Templar - 01.08.1901, Blaðsíða 6
94
ingu að samtíðarmönnum vorum: „Hyí er eigi bunclið um
sííi’ þjóðar minnar?"
Yér íslendingar erum fámenn og iítil þjóð — svo „fáir,
fátækir og smáir“, að aðrar þjóðir eiga næsta erfltt með að
gjöra sér það skiljanlegt, að vér getum í raun og veru kall-
ast þjóð. Einn kostur ætti að fylgja þessu og hann er sá, að
oss ætti að veita því auðveldar að gæta þess, að sárin á þjóð-
likama vorum aldrei yrðu mikil. Það ætti að vera auðveldara
að reisa skorður við hinu illa í litlu mannfélagi en stóru og
fjölmennu. Ef vér nú rennum huganum yflr ástand þjóðar
vorrar, eins og það nú er, munu margir af oss fúsir til að
kannast við, að það sé eigi neitt glæsilegt. Eg veit að sönnu,
að menn líta misjöfnum augum á það, eins og alt annað.
Sumir virðast fullánægðir með það eins og það er, aðrir finna
sárt til ýmissa örðugleika og annmarka, sem eru á lífi og kjör-
um manna, og sjá glögt ýmsa sorglega lesti i fari þjóðarinnar.
Og sumir eru daprir og kvíðafullir fyrir lífinu, sjá ekki önnur
ráð en leita burt af landinu. Og vissulega verð eg að kannast
við það, játa það hreinskilnislega fyrir yður öllum hér í húsi
Drottins, að mér finst vera mörg sár á þjóðlíkama vorum,
vera afarmikið að i fari og háttaiagi þjóðarinnar. En það á
ekki við að fara lengra út í það við þetta tækifæri. í dagber
oss — mér og yður — aðallega að hugsa um eitt sár á þjóð-
líkama vorum, einn löst í fari þjóðarinnar, áftngisnautnina
eða d r ykkjusk apinn. Eg veit þér allir óskið þess og hafið
búist við því, að orð mín vikju sérstaklega að því þjóðarmeini.
Þetta sárið þekkjum vér bezt, það sárið er stöðugt umhugs-
unarefni margra vor; félagsskapur vor bindindismannanna er
I eingöngu orðinn til út af því sári. Yæri ekki áfengisnautnin
annað eins þjóðarmein, önnur eins kvalauppspretta fyrir marga
menn og hún er, þá væri ekkert bindindisfélag til. Til þess
að ráða bót á því hinu mikla þjóðmeini starfar regla vor viku
eftir viku og ár eftir ár. Og einnig margir af yður, tilheyr-
andur mínir, eruð kornnir hingað á Stór-Stúkuping vort að eins
í þessum tilgangi.
Eg býst nú við að það sé fullörðugt að fá menn alment
til að viðurkenna það, að áfengisnautnin sé þjóðarmein, sé eitt-
hvort ægilegasta sárið á hjnum íslenzka þjóðlíkama. Sjálfsagt