Good-Templar - 01.08.1901, Page 10
98
man effcir því, hvílík ró og hvílíkur ánægjusvipur færðist yfir
andlitin, er búið var að bjarga manninum. Og þefcta var ó-
breyttur almúgamaður, sem að likindum enginn hinna við-
stöddu vissi nokkur deili á. Svona viðkvæmt er þá manns-
hjartað, þegar það fær að njóta sín, svo sárt tekur það þá til
þess að mannslífið farist. — Eg man það enn að eg var að velta
því fyrir mér, er eg gekk burfcu, hvernig á því stæði, að ekki
fleiri fyndu til þess, hve grátlegt böl það er, þegar mannslífin
farast af völdum áfengisnautnarinnar. Á þá eyðing manns-
hfanna horfa flestir með spekt og ró, af því að hún verður
hægt og hægt og tekur iangan tíma. En væri kærieikurinn
nógur í mannshjörtunum, þá létu menn ekki venju og tizku
villa sér svo sjónir. Ef vór eldum hina fullkomnu föðurlands-
ást í brjósti voru, þá tækjum vér undir orð spámannsins og
segðum: „Æ, að höfuð mitt væri vatn og augu mín táralind,
þá skyldi eg gráta nætur og daga þá er farist hafa af þjóð
minni,“ — farist af völdum áfengisnautnarinnar eða vínsins.
Og eigi dregur það úr alvörunni, er vér hugsum um það,
að vér erum menn kristnir; vitum það, að oss ber öllum að
mæta fyrir dómstóli Guðs á efsta degi og að vér þá verðum
dæmdir eftir því, hvernig vér höfum lifað hér í heimi. Hver
af oss mun nú finna til þess í samvizku sinni, að vér höfum
breytt illa, að líf vort ailra er margflekkað af synd, og að það
vantar mikið á það, að vér daglega lifum svo sem vér ættum
að lifa — en getur nokkur yðar hugsað sér nokkuð skeifilegra
en að eyða lífi sínu, mestum eða miklum hluta þess i drykkju-
skap og deyja svo dauða drykkjumannsins, hverfa yfir i eilífð-
ina með þá meðvitund, að iífsæfin hafi farið að miklu leyti í
glasaglaum og fánýtt drykkjumannatal — eru ekki ósköp til
þess að hugsa, að aidarháttur og venja skuli stuðia að því, að
sh'kt skuli henda nokkurn mann, að hann verði að hverfa inn
í eilífðina með þá játningu á vörunum: hfi mínu hefi eg glat-
að i drykkjuskap? — Giatað líf — hversu hræðilegt orð. Guð
miskunni öllum þeim, sem svo skelfilega fara með hf sitt.
„Eru engin smyrsl í Gíleað? er þar enginn læknir? Hví
er eigi bundið um sár þjóðar minnar?" Þannig spurði hinn
mikli spámaður forðum. Og oss verður á að spyrja á sömu
leið: er engin lækning til við þessu þjóðarmeini? Er ekkert