Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1961, Blaðsíða 3

Muninn - 01.11.1961, Blaðsíða 3
B L A u n i n n A K U R E Y R I HALLA TEKUR HAUSTI Menntaskólinn á Akureyri er tekinn til starfa einu sinni enn. A hverjum morgni hópast unga fólkið að skólahúsinu gamla til þess að bergja af brunni þekkingarinnar á sama liátt og þar hefur verið gert áratugum saman, og aðkomufólkið í skólanum er svo margt, að það setur sinn svip á bæinn. Komu haustsins og setningu skólans fylgir svo, eins og verið hefur, útkoma fyrsta tölu- blaðs Munins. Muninn er nú búinn að fylgja skólanum á fjórða áratug, og á vonandi eftir að gera það enn um sinn. Hann hefur jafnan verið hnarreistur, þegar blómlegt félagslíf hefur verið innan veggja skólans, en drúpt höfði ella. f vetur getur enn sem fyrr livort heldur sem er gerzt í þessum efnum, og ég get ein- ungis leyft mér að vona, að vel gangi. Enginn má halda, að það krefjist mikill- ar reynslu, þekkingar og vitsmuna að rita i Munin, því að „þótt kraftana skorti, er viljinn þó ætíð lofsverður.“ Undanfarin ár hefur stundum gengið treglega að útvega efni í blaðið, enda þótt ekki væri svo í fyrra, og ritnefndin hefur þá jafnvel orðið að skrifa mest sjálf, en það er mjög óheppilegt. Því fleiri sem skrifa, þeim mun fjölbreytt- ara verður nefnilega blaðið. Ég vil ennfrem- ur benda á það í uppörvunarskyni, að yfir- leitt er mjög litlu af efni því, sem berst, kastað úr. Muninn er orðinn svo samgróinn Menntaskólanum á Akureyri, að hver sá, sem heils hugar ann skólanum, hlýtur einn- ig að bera hlýjan hug til blaðsins. Fyrir því heiti ég nú á sem flesta þá, er penna mega valda, að leggja blaðinu lið. Muninn á allt undir stuðningi þeirra. Þrítugasti og fjórði árgangur Munins er hafinn. Björn Teitsson. MUNINN 8

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.