Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1961, Blaðsíða 12

Muninn - 01.11.1961, Blaðsíða 12
Prósaskissa.... EG ER NOTTIN Hægt og tignarlega streymir gruggugt fljótið fram hjá steyptum bökkunum. Götu- ljósin varpa bláhvítum bjarma á græna sölu- kassana meðfram götunni fyrir ofan, en næturhrafnarnir skjögra til hvílu sinnar undir brúarsporðunum. Sumir komast ekki svo langt, heldur leggjast hjá einhverjum bekknum, þar sem fyrr í kvöld sátu elsk- endur og könnuðu djúp ástarinnar. En fljótið heldur áfram að renna hægt og þungt, byltir sér og gjálfrar við sótuga flutningaprammana, er líta út eins og eki- flugur í myrkrinu. í fjarska heyrist í lírukassa, og á stöku skemmtistað heldur hljómsveitin áfram að spila, meðan gátur tilverunnar eru rann- sakaðar af þúsundum elskenda. Fyrir skömmu komst þú hingað, alráð- inn í því að leggja heiminn að fótum þér með frægð þinni; skora alla erfiðleika á hólrn, berjast og vinna sigur. Og samt er ég eina athvarf þitt. Er þá kjarkur Jrinn þrotinn, lietjan unga sigruð; er listamaðurinn dáinn í brjósti þér, eða er hann ef til vill að vakna? Aðfallið skolar á land sandinum, til þess að útfallið beri hann aftur með sér; nóttin græðir sár dagsins og árgeislinn vekur nýtt Ííf. Hví er Jroka í sál jDÍnni, vinur? Drekktu bikar næturinnar. Á morgun munu augun svörtu ljóma skærar en nokkru sinni fyrr, meðan þú festir form hennar á léreftinu, en rautt haf örvæntingarinnar umlykur skynjun þína. Og loks, þegar tíminn er lið- inn, muntu bjóða lienni út með þínum óskáldlegustu orðum. Hún snýr sér undan og brosir undirfurðulega, en varirnar mynda svarið. Eg er upptekin í kvöld, ef til vill seinna. Þó vildi hún svo gjarna fara með þér, enda hefur hún einskis til að liverfa. En þú sérð vart við kænsku liennar og leitar á vit mín, því að ég er nóttin, og nóttin græðir sár dagsins. Lyftan í Eiffelturninum er hætt að ganga upp og niður, liljómsveitin spilar, og kampavínið glitrar í glösunum. Blóðheit stúlka með litað hár í stuttum kjól sendir Jrér leynilegt augnaráð, sem þú ekki kemst hjá að sjá. En hún er ekki vitund lík mál- verkinu þínu, og þú gengur út á vit næt- urinnar. Á bekk í garðinum færð þú þér sæti. Hér er hljótt og hér sveimar mynd hennar fyrir augum þér. í dag sagði hún, að þú værir kjáni, allir listamenn væru kjánar. Hvað segir hún á morgun? Eldurinn heldur áfram að brenna á gröf óþekkta hermannsins, þó að sterkir ljós- kastarar lýsi upp Sigurbogann. Gömul kona, sem staðið hefur um stund við varð- ann, Jrurrkar ósýnileg tár, því að tárakirtl- arnir eru löngu tæmdir. Þarna hvílir son- ur ættjarðarinnar, en hver veit, hver hann hefur borið, nema ég, sem vafið liefi hann örmum frá fyrstu stundu til síðasta dags. Hví skyldi hann ekki vera sonur þinn, kona? Þú stendur á brúnni og horfir niður í dimmt fljótið. Hugsanir þínar reika fram og aftur. Allt virðist þér muni vera miklu meira og fegurra annars staðar. Þú hefur lokið við myndirnar þínar báðar, aðra mál- aða með litum og pensli, hina með rökum vörum. Þær eru ekki lengur neitt óþekkt, ekki lengur framandi. Upp úr vasa þínum stendur grænn far- miði. Þú ætlar til Rómar með lestinni eftir tvo tíma. Manstu livað hún sagði? Allir listamenn eru kjánar. Og þú heldur áfram að vera kjáni og leita á vit mín, því nóttin eilífa er þar, eins og hér. (Ritað undir ljósastaur í París, sumarið 1959). Essháge. 12 M U N 1 N N

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.