Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1961, Blaðsíða 8

Muninn - 01.11.1961, Blaðsíða 8
HJORTUR PALSSON OG RITLIST I M. A. Það kom fáum á óvart, er Hirti Pálssyni voru síðastliðið vor veitt verðlaun fyrir beztu stúdentsprófsritgerðina í íslenzku hér í skóla í það skiptið. Mun sjaldan nokk- ur hafa hlotið verðlaun jafn maklega að námi loknu hér í skóla. Mér er óhætt að segja, að Hjörtur sé mestur stílisti af þeim ungum mönnum, er ég þekki til. Stíll hans er þróttmikill og mergjaður, af honum er rammíslenzkt bragð. Ég er þó ekki viss um að ritstíll Hjartar eigi eftir að afla honum mestrar frægðar, til þess er hann of gott ljóðskáld. Eitthvert albezta ijóð, sem í Munin hefur birzt, er ljóð Hjartar, „Ódysseifur kemur heim“, í síðasta tölublaði síðasta árgangs. Hafi sá, er ljóð þetta les, ekki fyllzt hrifn- ingu, þegar hann er kominn að niðurlags- orðum þess, hlýtur liann örugglega að hríf- ast, er hann les þau: Penelópa, ég sigraði heimsins höf. Er hjarta þitt falt að launum? Þessar ljóðlínur lofa vissulega höfundinn. Hér verður ekki sett fram nein skoðun um það, hverja framtíð Hjörtur muni eiga fyrir sér, en þess í stað sú ósk, að liann skipi sér ekki í flokk þeirra ung„skálda“ ís- lenzkra, er álíta, að þeim beri að losna und- an þeiná starfskvöð, er þjóðfélagið hlýtur að leggja á herðar hverjum fullburða ein- staklingi. Hjörtur er Þingeyingur að ætt og upp- runa, og er það hvorki sagt hér til að lofa hann eða lasta. Hann ólst fyrstu ár sín upp í Enjóskadal, en síðan hefur hann átt heima liér á Akureyri. í ritgerðum Hjartar og skáldskap finnast því livergi orð eins og „afdalaháttur" og „nesjamennska“, sem sumum Reykvíkingum er tamt að nota til að sýna fyrirlitningu sína á íbúum lands- byggðarinnar. Hér verður ekki farið frekar út í þessa sálma, en þess aðeins óskað, að Hjörtur megi jafnan verða í skáldskap sín- um sannur fulltrúi hinna fögru byggða Norðurlands. Hjörtur vann meira að framgangi Mun- ins alla sína tíð hér í skólanum heldur en flestir liafa gert. Er ósennilegt, að nokkur hafi jafn lengi setið í ritnefnd Mun'ns, eða í fjóra vetur samfleytt, síðast sem ritstjóri. Muninn stendur því í mikilli þakkarskuld við hann. Mér er ljúft að senda honum beztu kveðjur fyrir hönd blaðsins. Hjörtur stundar nú blaðamennsku og norrænunám í Reykjavík og þjónar þannig íslenzkri tungu, sem honum er svo liugleikin, á tvennan hátt. Hjörtur P/ílsson 8 m u N I N N

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.