Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1961, Blaðsíða 7

Muninn - 01.11.1961, Blaðsíða 7
Sólargeislinn hækkaði á þilinu, og ég fór að velta því fyrir mér, hvort mosinn væri frekar dulfrævingur eða berfrævingur. Ég var búinn að labba feiknin öll á gólf- inu, þegar Baddi snaraðist inn. Hann var í nýpressuðum gallabuxum og gömlum jakka. „Hvað er að sjá júg, Jónatan?“ sagði hann. „Þú ert eins og aflóga hani.“ „Nei,“ sagði ég og lagði allan líkamann í röddina. „Ég er sko ekki eins og hani.“ Ég náði í sherry og glös og fyllti jrau. „En lianar drekka kannski sherry, og kvenfólk drekkur sherry,“ sagði Baddi. „Skál fyrir friðarsamtökum kvenna.“ Þegar ég vaknaði morguninn eftir, skein sólin beint framan í mig. Fuglasöngur barst utan úr garðinum. Hitinn var óskaplegur. Satt að segja leið mér hálf illa. Ekki líkam- lega, heldur andlega. Baddi hafði mig til að fara á ballið, og nú skammaðist ég mín svolítið með sjálfum mér. En fyrir hvað? Varla fyrir að sofna frarn á borðið, þegar kirkjuklukkan sló annan tímann. Nei, varla; þá var líka orðið framorðið og löngu kominn svefntími. En líklega var það vegna Huldu eða þess að sofna út af fyrir augunum á henni. En hverjum átti að kenna um? Sjálfum mér, fyrir að drekka of mikið? Nei. Ég væri ekki sannur íslend- ingur, ef ég gugnaði fyrir brennivíninu. Badda, fyrir að draga mig á ballið? Nei, honum gekk aðeins gott til. Huldu, fyrir að geta ekki látið mig í friði? Nei, það var ekki karlmannlegt að ásaka hana. Hún var fögur, en hún var skratti slæg. Það var engan hægt að ásaka nema kannski guð, og sennilega hefur þetta farið framhjá hon- um, javí að það voru auglýst svo mörg og spennandi böll: KK og Svavar Gests. En samvizkan kvaldi mig. Ég einsetti mér að gleyma þessu, láta þetta atvik hverfa í skugga fortíðarinnar og helzt að fara burt úr þorpinu og sjá Huldu aldrei aftur. Hún var slæg. Ég var nefnilega trúlofaður, og kærastan mín var á spítala í Kaupinhöfn. Hún var svo góð og trygg, að ég gat ekki kastað henni út í ólgandi, hvítfextan sjóinn. Hún var búin að vera lengi á spítalanum, en ég vonaði, að hún færi að koma heim, alhress og glöð. Minningin um hana var eins og úði vorregnsins, fersk, ósnortin annarlegum lygum hún var það sem aldrei hafði verið, og þó var hún allt, í liuga mér voru léttar, fjaðurmagnáðar hreyfingar, eins og golan, sem skrjáfar í laufi trjánna og hvíslar að þeim leyndardómum, glaðvær hlátur, öldugjálfur við kinnunginn, sem gagntekur sjómanninn, liann leggst út yfir borðstokkinn og gleymir sér í draumum, augu blá, blíð, tindrandi gimsteinar Iiafa legið milli skelja í lygnum, bláum lónum Suðurhafseyja rjóðar kinnar, aldingarður í Kastilíu, uppskerutíminn nálgast, munnur, orsök: fegurðarþrá guðanna afleiðing: sviptir huliðsblæju af breyskleika mannanna. Ég var aðeins í skugga gamals trés, horfði, hugsaði, beið. Dyrnar opnuðust, og einhver kom inn. Ég leit við. Lágvaxin, grönn stúlka, ljós- hærð. Hún var undarlega hrífandi, í smá- köflóttu pilsi og rauðri peysu. Hiin gekk yfir að rúrninu og settist á rúmstokkinn án þess að segja orð. Hún laut niður að mér, og ég horfði inn í djúp, blá augun. Ég tók utan um liana og þrýsti lienni að nrér. Munnur hennar var heitur. h m M U N I N N 7

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.