Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1961, Blaðsíða 17

Muninn - 01.11.1961, Blaðsíða 17
IÞROTTIR Knattspyrnumótið. Knattspymumót M. A. hófst laugardag- inn 14. okt. 1961 og lauk föstudaginn 27. okt. á mettíma. Mótinu var þannig hagað, að fyrst var keppt í nokkurs konar undan- úrslitum, og tóku þátt í þeim fjögur lið, tvö lið úr III. ltekk og svo úr landsprófi og öðrum bekk. Síðan áttu sigurvegarar í þess- um riðli að keppa við þau lið, sem ekki ltöfðu tekið þátt í undanúrslitum. í fyrri riðlinum urðu úrslit þau, að a-lið III. bekkjar varð efst og vann alla sína keppinauta með nokkrum mun. Úrslitin urðu annars þessi: 1. III. a.................... 6 stig 2. Landspr.................. 3 — 3. III. b................... 2 - 4. II....................... 1 - í riðli efri bekkjanna urðu úrslit þau, að lið III. a. sigraði, eftir að hafa háð hörku- spennandi úrslitaleik við V. bekk, sem lauk með sigri III. a., tveimur mörkum gegn einu. Úrslitin urðu annars þessi: 1. III. a.................... 6 stig 2. V......................... 4 - 3. IV........................ 2 - 4. VI........................ 0 - Um leiki mótsins er það annars að segja, að þeir voru mjög misjafnir, en þar ber hæst úrslitaleik V. og III. bekkjar, sem var sæmilega leikinn af beggja hálfu, en þó voru V.-bekkingar fremur slappir. Úrslitin hefðu samt getað orðið þeim í hag, ef þeir hefðu náð vel saman, því að margir óðir einstak- lingar eru í liðinu. Lítum nú nánar á liðin: III. bekkur. Liðið hefur á að skipa létt leikandi framlínu, sem oft náði vel saman. \'örn liðsins var fremur opin og mætti fá meira út úr liðinu með meiri samæfingu og tilsögn. IV. bekkur. í heild var liðið fremur lé- legt, en samt sáust í því nokkrir ljósir punktar. V. bekkur. Liðið er ekki eins gott og það var í fyrra, enda hefur það misst marga af sínum beztu mönniun. Framlínan náði sjaldan vel saman og vömin var oft fremur stöð, en hörku liefur liðið nóga VI. bekkur. Það eru víst engin áhöld um að þetta var lélegasta liðið í keppninni, enda flestir liðsmenn þess menn, sem ekk- ert koma nálægt íþróttum utan þess, er þeir keppa í knattspyrnumóti skólans á haustin. hjá. Frjálsiþróttamótið. Hið árlega frjálsíþróttamót skólans átti að fara fram dagana 28. og 29. okt. Keppt var í fjórum greinum fyrri daginn, en vegna veðurs var keppni frestað síðari daginn. All- góður árangur náðist, en kuldi háði kepp- endum mjög. Þessi árangur náðist: 100 metra hlaup: 1. Steinar Þorsteinsson, IV. b. 11.6 sek. 2. Þormóður Svavarsson, III. b. 11.9 - 3. Sveinn Sæmundsson, VI. b. 12.0 - Langstökk: 1. Kristján Ólafsson, V. b. 5.67 m 2. Reynir Unnsteinsson, III. b. 5.47 — 3. Asbjörn Sveinsson, V. b. 5.46 — Hástökk: 1. Ingvar Arnason, V. b. 1.50 m 2. Gunnar Höskuldsson, III. b. 1.45 — 3. Steinar Þorsteinsson, IV. b. 1.45 — Kúluvarp: 1. Barði Þórhallsson, V. b. 11.53 m 2. Þór Valtýsson, IV. b. 11.15 — 3. Asbjörn Sveinsson, V. b. 10.31 — M U N I N N 17

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.