Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1961, Blaðsíða 10

Muninn - 01.11.1961, Blaðsíða 10
„PENNAVINIR ÓSKAST...” „Nú er tíminn til að eignast nýja vini. . . Hugsið yður ánægjuna af því að fá bréf frá vinum yðar erlendis. . . Hugsið um, hvað þér munið bæta kunnáttu yðar í erlendum tungumálum. . . “ Það er auðsætt, að ég er einn af þeim, sem eru með ,,pennavinadelluna“. Bréfabunk- inn á hillunni minni vitnar um það sínu máli, pósturinn er fyrir löngu farinn að heirnta aukaþóknun frá mér og afgreiðslu- mennirnir á pósthúsunum hér og heima fá skyndilega útrás fyrir liina frámunalega lé- legu kímnigáfu sína. (Er það núna bréf til Kasavúbú?) íslenzkir unglingar, þ. e. a. s. þeir, sem á annað borð geta skrifað sendibréf á dönsku, svo ekki sé talað um ensku, eru mjög eftirsóttir pennavinir af jafnöldrum í útlandinu. Það er mjög misjafnt auðvitað, hvað hver og einn hefur marga pennavini, en t. d. eru þó nokkrir, sem skrifast á við eina til tvær stúlkur, franskar eða þýzkar, enskar og danskar eru innan um. Þeir finn- ast einnig, þó fáir séu, sem hafa 5—10 í takinu, þar á meðal ég, N. N„ Menntaskól- anum á Akureyri, Akureyri, Iceland, Eu- rope. Það er annars næsta furðulegt, hvað fólk erlendis virðist vita lítið um ísland, lang- verstir eru þó Frakkarnir af V.-Evrópubú- um. Ein stúlka þar í landi, sem komst yfir heimilisfang mitt, sagðist ætla að skrifast á við mig til þess að bæta enskuna hjá sér, sagðist jú vita, að við værum F.nglending- ar. Sæmilega vitiborinn unglingur þar spurði í bréfi, hvort það væri snjór á íslandi og þar fram eftir götunum. Til að liafa ánægju af bréfaskriftum, er gott að skrifast á við eins fjölbreytilegan hóp og framast er unnt. Hvað myndu menn segja um eftirfarandi: Þýzka eldabusku, sem ég verð að skrifa á þýzku og tekur mig venjulega heilan dag, japanskan iðjuhöld, við skiptumst á fyrstadagsumslögum, banda- ríska húsmóður, þriggja barna móður, við tölum um kökuuppskriftir, Kennedy o. fl., tyrkneskan jafnaldra minn, ég ætlaði einu sinni að senda lionum jólakort, en áttaði mig á síðustu stundu (hann er Múhameðs- trúar), gríska stúlku, hún skrifar mér eld- heit ástarbréf, og ég sit sveittur við að svara þeim, darling og love eru annað hvert orð, eina danska stúlku og eina enska. Alltaf eru það einhverjir, sem maður verður að hætta við, eins og t. d. Spánverjinn, sem einu sinni skrifaði mér og vildi skipta við mig á segul- bandsspólum og grannnofónplötum (long- playing, 200—300 kr. stk.), jafnvel bókum! Eða þá Kaninn, sem bauð reyfarakaup í frí- merkjaskiptum, eitt íslenzkt frímerki fyrir eitt ameriskt, fifty-fif'ty, ha! íslenzk lrí- merki eru í margfalt hærra verði en amer- ísk. Það vissi ég og hann líka. Ég skrifaði til baka ógurlegt skammabréf, og síðustu orðin hljómuðu eins og hótun frá bófaflokk: „Do not try to write to me again.“ — Ég hef lagt 15 krónur til byggingar Búdda-klausturs í Japan, fengið þakkarbréf frá austurríska út- varpinu, auk mikils fjölda „keðjubréfa“, þar sem allir græða, en enginn tapar, o. s. frv., o. s. frv. En ég ráðlegg öllum, sem það geta, að fá sér pennavini, ekki of marga samt, og skrifa þeim samvizkusamlega. Það er mikil ánægja af því, gagn og gaman, það þjálfar mann í að nota erlend tungumál og koma hugsun- um sínum skýrt á blað. Umfangsmiklir klúbbar hafa risið upp, sem gera öllum kleift að fá pennavin í livaða landi sem er. Flest okkar eiga eflaust eftir að fara til út- landa, og þá er gott að eiga einhverja að þar. N. N. 10 M U N 1 N N

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.