Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1961, Blaðsíða 9

Muninn - 01.11.1961, Blaðsíða 9
Ritlist hér í skólanum hefur undanfarin ár verið svo nátengd Hirti Pálssyni, að mér finnst vel fara á því að gera hvoru tveggja nokkur skil í sömu greininni. Verður því sá háttur hér á hafður. I fjórða og síðasta tölublaði síðasta ár- gangs Munins ritar Hjörtur Pálsson kveðju- orð til skólasystkina sinna og blaðsins, þeg- ar hann er að liverfa frá því. Þar gefur að líta margt athyglisvert. Hann bendir rétti- lega á það, hve þunglamalegur Muninn oft sé. Þótt húmoristar séu jafnan einhverjir í skólanum, vill oft ganga erfiðlega að fá þá til samvinnu við blaðið. í fyrra var blaðið að vísu með léttari blæ en oft hefur verið, en einn maður, Óttar Einarsson, sem nú er einnig orðinn stúdent, á framar öðrum heiður skilinn fyrir það. í grein sinni bend- ir Hjörtur á það, að fjölritun bjóði upp á meiri möguleika en prentunin, og blaðið fái með fjölritun mun léttari svip. Hér er því aðeins við að bæta, að hinn rnikli af- sláttur, er Muninn hefur lengi verið að- njótandi í P. O. B., gerir að verkum, að blaðið hefur varla tök á að fara aðrar leiðir í bráð. Þá er rétt að gera sér ljóst, að hið prentaða form gefur blaðinu menningar- legra yfirbragð og gerir kleift að birta í því venjulegar ljósmyndir. Þrátt fyrir þetta þyk- ir mér sennilegt, að einhvern tíma konii að því, að Muninn verði fjölritaður í sinni eigin fjölritunarstofu hér í skólanum, og annist þá nemendur blaðið að öllu leyti. Ósennilegt er þó, að þetta verði í bráð. Nú vil ég varpa fram þeirri spurningu, livað menn helzt vilji lesa í Munin? Ég býst við að það sé lyrst og fremst kerskni urn skólafélaga, svo og hvers konar hneykslis- sögur, en myndir eru einnig mjög vinsælar. Hinn mikli kostnaður við myndirnar veld- ur því, að þær er aðeins liægt að birta að mjög takmörkuðu leyti, og hneykslissögurn- ar eru ekki birtingarhæfar af velsæmisástæð- um. En Itvað vilja menn helzt skrifa? Það er misjafnt eftir því, hver á í hlut. Nokkrir vilja skrifa sögur og fáeinir níð um náung- ann, en langflestir vilja ekkert skrifa. Af þessu má sjá, að blaðið yrði ekki mikið að vöxtum, ef aðeins birtist í því það efni, sem berst sjálfkrafa og er birtingarhæft. Þrátt fyrir þessar staðreyndir eru ætíð ýmsir mjög gramir í garð ritnefndar fyrir að birta í blaðinu aðeins lélegt efni, eins og þeir orða það. Við slíku tali er ekki hægt að gera ann- að en snúa sér undan. Blaðaútgáfa hér í skólanum í fyrravetur var ekki rismikil, þegar Muninn er frátal- inn. Veturinn þar áður kom blaðið Gambri út á býsna myndarlegan hátt, og enda þótt helztu útgefendur þess, Rögnvaldur Hann- esson og Kristinn Jóhannesson, væru sífellt að klifa á því í fyrra, að þeir ætluðu að gefa Garnbra út aftur, voru flestir hættir að trúa þeim, þegar komið var fram yfir dimission og öll fjögur blöð Munins þegar komin út. En síðasta kennsludag skólans gerðust þó þau tíðindi, að út kom Gambri. Ekki var stærðin mikil, aðeins 12 bls. að kápunni meðtalinni, þ. e. 8 lesmálssíður, og hefur jafn lítið blað ekki verið gefið út hér í skóla nú um langt skeið. Uppistaða blaðsins virð- ist eiga að vera skoðanakönnun, sem er í öllum atriðum gerð eftir skoðanakönnun, sem birtist í Skólablaði Menntaskólans í Reykjavík í fyrravetur, og lítt merk. Bezta atriði blaðsins er hins vegar myndasagan, en að henni mátti vel hlæja. Að öðru leyti tel ég ekki ástæðu til að eyða orðum að blaði þessu. Ég vil hins vegar benda á það sama og fyrirrennarar mínir hafa oft réttilega gert, að skriffinnum skólans væri nær að gera Munin sem bezt úr garði, heldur en að eyða orku sinni í útgáfu annarra blaða innan skólans, enda þótt heilbrigð sam- keppni í þessum efnum geti e. t. v. stundunr borið jákvæðan árangur. Þá finnst mér einnig óeðlilegt, að Kristinn Jóhannesson, sem átt hefur sæti í ritnefnd Munins tvo undanfarna vetur, skuli báða veturna einn- ig vilja vera aðalmaðurinn í því að gefa út blað, er keppi við Muninn. Framh. d bls. 21 MUNINN 9

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.