Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1961, Blaðsíða 11

Muninn - 01.11.1961, Blaðsíða 11
SÖNGBÓKARVIÐAUKl Eftirfarandi tvö ljóð hafa margir söng- elskir menn og stjórn málfundafélagsins beðið oss að birta, þar eð þau urðu af ó- kunnum ástæðum strandaglópar við útgáfu hinnar veglegu söngbókar, sem fæst í bóka- verzlun Gunnars Rafns og kostar sama og ekki neitt. Með því að ljóð þessi eru algerlega ómiss- andi í öllum gleðskap, töldum vér rétt að láta þau hér með á þrykk út ganga. Það eru vinsamleg tilmæli, að menn skrifi ljóðin niður hjá sér, t. d. er nokkurt rúm f TÍMUM Latina í VI. A. Jón Árni: „. . . .og ,vir doctus' þýðir þá?“ Margrét Loftsdóttir þýðir: „Maður, sem er kenndur." Jón Árni: „Æjá, ekki þarf það nú alltaf að vera.“ Enska i IV. S. „The guard’s eye lighted on me." Gunnar J. þýðir: „Augu vagnstjórans rákust á mig.“ Úr ritgerðum: „Sólin hellti geislaflóði sínu af veikum mætti. . . .“ og „Kristni var lögtekin á íslandi árið 1550.“ Þýzka í IV. S. „Und wisst, Padre. . . .“ Einar P. þýðir: „Og vita skaltu það, prestur. . . . “ í sama tíma: ,,....der mich mishandelte und dann liebkoste." , ; Sami þýðir: ,,. . . .sem misþyrmdi mér og kostaði mig lífið.“ aftast í fyrrnefndri söngb<>k, eða hvað betra er, læri þau utan að, því að slík öndvegis- Ijóð, hvar af annað er ort hér í skóla, mega eigi falla í gleymsku og dá. Carmen geometricum. Þó að ég sé allra verstur í algebru, þá er ég manna beztur í geometriu. Þríhyrninga sansa á svipstundu ég. sanna þá og konstrúera fljótt á margan veg. Fyrst tek ég gagnstætt horn og hlið og hæðinni a—c bæti við. Þá myndast rétthyrnd romba þar, og radíusinn stórhliðar er ekval rnínus innritaðir tangentar. Svo koma konsentrísku konstrúktíonirnar, ég kann þær betur en efnafræðisjónirnar. I hverjum sirkli er sentrum, er sekantinn sker symmetriskt við korda og perímeter Sjötíu gráða súpplement er sammiðja og kongrúent við helmingaða hypótenus. Hinn heilagi veit það Fransiscus, að sjálfur er ég Summus Geometricus. Örn Snorrason. Du, du. . . Du, du liegst mir im Herzen, Du, du liegst mir im Sinn. Du, du machst mir viel Schmerzen áVeisst nicht wie gut ich dir bin. Ja. ja, ja, ja, weisst nicht wie gut ich dir bin. Trink, trink, Brúderlein, trink, Lass doch die Sorgen zu Haus. T.rink, trink, Brúderlein, trink, Leere dein Glass niit mir ,aus,. : Kauf dir ein Wagen und fahr gegen Baum, Dann wird das Leben ein Traum. M u N I N n 11

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.