Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1961, Blaðsíða 16

Muninn - 01.11.1961, Blaðsíða 16
LAUSAVÍSNAÞÁTTU R Enn hefur lausavísnaþátt. Þó að bugi þrautir menn, — þverri flestra máttur — lengi víst mun lifa enn lausavísnaþáttur. Sjötti bekkur fór nýlega í lystireisu um Þingeyjarsýslu. Vargist í Reynihlíð. Daginn eftir báru menn við yrkingar í öðrum bíln- um. F.inn kvað svo um næturvistina: Fyrst ég blundinn festa náði, er fékk ég hrund að glíma við. Skamma stund ég hildi háði. Þá hafði sprundið aftur frið. Stanzað var í Ásbyrgi. Fannst þar liggj- andi í kjarrinu belti eitt, spánnýtt og for- kunnargott. Þá kvað Sigurður Guðmunds- son frá Flateyri: Skýrast vitni beltið ber buxunum, sem uppi hélt. Bezta botninn er því miður ekki hægt að birta af velsæmisástæðum, en hér er einn, sem Heiðar Magnússon og Björn Teitsson settu saman: Hér eflaust hefur einhver ver í sig nokkuð miklu hellt. Þá kvað F.inar „jobmeistari“ Kristinsson vísu þessa til þeirra Björns og Heiðars: Hugsa fast urn liöfgar veigar Heiðar og ritstjórinn. Síðarnefndur sífellt teygar syndabikarinn. Heiðar varð fyrri til svars: Þessa Einar ekki meinar alls óhreinu hugarsótt. Þræðir beinar girndar greinar glas hans veinar sárt og mótt. Næsta vísa þarf ekki skýringa við: Ef úti um grund ég ætti stund einn með sprundi að kveldi, fagra hrund með hlýja mund og hýra lund ég veldi. Höfundur þessarar vísu hérna virðist einnig vera í kvensamara lagi: Marga nótt ég meyjar kyssti — mér varð rótt um hjarta þá. Síðan fljótt ég flestar missti — fjandi ljótt var jaað að sjá. Piltur yrkir til stúlku: Þótt ég aldrei fengi, fljóð, í faðminn þinn að leita, mun bros þitt alla ævislóð mér yl og birtu veita. Þá kemur hér svartsýnisbragur: Áfram streyma aldirnar í endalausum trylling. En töglin hafa og hagldirnar hégómi og spilling. Gnótt af losta gerist nú og girndarþorsta í hjörtum manna. Fátt eitt kosta finnur þú — fegurð brostin er liin sanna. Eftir glötunar götum ég greikka mín spor. Títt við hrösum og hrötum og hrömar vort Jxir. Síðustu vísuna að þessu sinni getum við nefnt „ritstjóraraunir“: Þótt einn ég hafi í þungum þönkum þráfalt gengið, út úr því ég fátt hef fengið. F.kki verður meira kveðið að sinni. 16 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.