Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1961, Blaðsíða 6

Muninn - 01.11.1961, Blaðsíða 6
HULDA „Hæ, hvað ertu að gera hérna?“ Þetta var skær, fjörleg stúlkurödd. Ég vissi satt að segja ekki, hverju ég átti að svara. Ég var ekki neitt að gera, sat bara á steini rétt fyrir neðan þorpið og liorfði niður á tærnar á mér. Mér leið ljómandi vel. Það var glampandi sólskin, sólin skein á jökulinn. Hann tindraði eins og lýsigull. Sjórinn var spegilsléttur. í slíku veðri er ekkert hægt að gera. Það er varla hægt að hugsa; maður mókir bara og lætur sig dreyma. Reyndar var ég að hugsa, hugsaði um, hvort ég ætti að fara á fyllirí. Mig dauð- langaði til að fá mér ærlega neðan í því. „Ég er ekkert að gera,“ sagði ég loksins og leit við. Lágvaxin, grönn stúlka, ljóshærð. Hún var undarlega hrífandi, í smáköflóttu pilsi og rauðri peysu. „Það er skrítið, ertu kannski að hugsa um heimspeki eða lögmál Archimedesar?“ „Nei, ég var að rannsaka mosann þarna. Þetta er ákaflega merkilegur mosi,“ sagði ég ogsetti upp virðulegan svip. „Það er ekki að gera neitt.“ „Jæja,“ sagði hún, „fæstu við grasafræði. Það var gaman, ég hef líka áhuga á henni. Ég á heilt safn af plöntum." Mér brá í brún. Ég Jrekkti varla í sund- ur fífil og sóley. „Hvað er klukkan?“ sagði ég til þess að leyna fákunnáttu minni. „Hálf sjö.“ „Þá þarf ég að flýta mér; ég þarf að hringja í mann," sagði ég og stóð upp. „Býrðu hérna í bænum?“ spurði hún. „Já, ég er nýfluttur hingað.“ „Ég er líka nýkomin, ég vinn í frystihús- inu.“ „Jæja, livemig kanntu við það?“ „Það er voðalega leiðinlegt. Ó, guð, ég er að deyja, það er svo leiðinlegt." Ég lagði af stað inn í þorpið. „Ætlarðu á ballið í kvöld?“ spurði hún. „Nei.“ „En hvað þú ert skrítinn. Það verður voða-fjör. Bíbí-tríóið leikur.“ Ég lét sem ég heyrði ekki og liélt áfram inn í þorpið. Þetta var annars viðkunnan- legasta stúlka. Hún hefði sómt sér í hvaða fegurðarsamkeppni, sem verið hefði. Lín- urnar voru í eins góðu lagi og hugsazt gat. Kannski dedúaði hún svona mikið við þær, og kannski var aðeins eitt prósent meðfætt. Ég var kominn hálfa leið inn í bæinn, Jregar ég leit við. Hún var að tína blórn. Hvers vegna hljóp ég annars frá henni? Varla af því, að mikið lægi á að hringja. Nei, vitanlega af ræfilsskap; ég bölvaði sjálfum mér. Það hefði sannarlega verið gaman að tala meira við hana. Atti ég að snúa við. Hjartað sló örar. Kannski var það útaf hitanum. Það fóru frarn átök hið innra með mér, en ég hélt áfrarn inn í bæinn. Ég hringdi í Badda blikk, félaga minn. „Halló.“ „Jamm,“ sagði Baddi og geispaði í sím- ann. „Hvað segirðu gott?“ „Allt þetta fína. Það er bara verst, að hitinn er að drepa mann." „Jæja, eigum við J^á ekki að táka upp eina eða kannski tvær, þegar svöl liafgolan faðmar klettasnasirnar?" „Samþykkt í einu hljóði." „Þú kemur þá bráðum," sagði ég og lagði niður. Ég var annars eitthvað utan við mig. Ég stakk báðurn liöndum á kaf í buxnavasana og gekk um gólf. Hvað skyldi hún annars heita, og hvers vegna rakst hún á mig þarna? Var það kannski ekki tilviljun? Ég hafði aldrei séð hana áður og kannaðist ekkert við hana, en Hún var þess verð að Jrekkja hana. Hún var falleg. Augun blá og skær, kinnarnar rjóð- ar. Mér féll vel við hana eftir þennan stutta fund. Ég þurfti að kynnast henni nánar. Já. Nei, annars, Jrað var ljótt að hugsa svona. 6 M U N I N N

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.