Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1961, Blaðsíða 4

Muninn - 01.11.1961, Blaðsíða 4
RABBAÐ VIÐ MATMOÐUR Það hefir lengi verið siður að birta hér í blaðinu viðtöl við merkisfólk hér við skóla, og er því ekki úr vegi að ræða við þá konu. sem einna mest stuðlar að líkaml-egri vel- ferð nemenda, að minnsta kosti heimavistar- búa, nefnilega matráðskonuna, Elínbjörgu Þorsteinsdóttur. Og dag nokkurn í byrjun vetrar örkum við tveir kumpánar á hennar fund, og tók hún okkur vel, sem hennar var von og vísa. Og þá hefjumst við handa. — Hve lengi hefir þú verið ráðskona hérna? — Þetta er fimmta árið mitt. Byrjaði haustið 1957. — Og hvernig geðjast þér þetta? Er um- gengnin hjá okkur þolanleg? — Ja-á, yfirleitt má segja það; þó getur stundum orðið misbrestur á því. Til dæm- is kemur oft fyrir, að fólk helli niður á borðin án þess að verka það upp, og sumir skilja diskana eftir á borðunum, en verst finnst mér þó nreð þá, sem koma á óhrein- um bonrsum beint að utan. Borðsalurinn er hreint eitt svað á eftir. Annars hefði ég ekki haldið, að það gæti gengið jafn hljóða- laust hjá svona stórum hópi að borða. — Eru ekki miklu fleiri, sem borða í mötuneytinu nú en ella? — Þeir eru um 240 núna, það er svona alveg í mesta lagi, og þó er ég ekki viss um að þeir séu nriklu fleiri en fyrsta árið mitt hér. — Hvernig er aðstaðan fyrir allan þenn- an fjölda? — Hún er góð í lreild, eldhúsið stórt og rúmgott, en pottarnir lreld ég tækju varla mörgum bitum meira. — Hvað um starfsfólkið og vaktaskipti? — Við erunr tíu alls, en vinnum ekki nema sex eða sjö í einu. Vinnudagurinn er langur, venjulega frá klukkan sjö á morgn- ana til níu á kvöldin og því tveir heilir frí- dagar í viku. — Borga kostgangarar aðeins efnið í matinn, eða ykkur laun líka? — Já, já, þeir borga allt, efnið, vinnuna, rafnragn til eldunar, ræstingu og svo er vatnsskatturinn hár, en laun okkar eru í samræmi við ríkisstofnanir og sjúkrahúsin. Nú stendur Elínbjörg upp og nær í sígar- ettupakka og býður okkur, en við þiggjum ekki. — Og ekki vindil heldur? — En við erum hinir þverustu. Þið etið þó líklega súkkulaði, segir hún, fer franr og sækir súkkulaði, sem við þágunr af beztu lyst. — Viljið þið fá að vita eittlrvað fleira um nrat? segir hún, ég gæti reyndar hugsað mér eitthvert annað og skenrmtilegra umræðu- efni. En við höfum ekki fengið nóg af um- ræðuefninu, og næst spyrjunr við um slátr- ið. — Jú, það er búið til gagngert fyrir ykk- ur, en ekki keypt að. Við byrjum að sjóða Jrað svona um 20. september, og í það fara unr 300 lilrar og 250 lítrar blóðs. 4 M U N 1 N N

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.