Muninn

Årgang

Muninn - 01.12.1961, Side 19

Muninn - 01.12.1961, Side 19
LAUSAVÍSNAÞÁTTUR Enn hefur lausavísnaþátt. Á Muninsskemmtuninni gafst mönnum kostur á að botna tvo vísufyrrihluta. Marg- ir góðir botnar bárust, og bendir það til þess, að furðu margir liðtækir hagyrðingar séu nú í skólanum. Er gott til þess að vita. Fyrri vísuhelmingurinn hljóðar svo: Syngjum hátt og dönsum dátt unz dregur mátt úr beinum. Kristinn Jóliannesson botnaði bezt: Á eftir háttum saman sátt sæl er nátt í meinum. Næstbezta botninn átti Ingibjörg Árna- dóttir. Hugsum fátt, en könkumst kátt, kyssumst sátt í leynum. Þriðji botninn hljóðar þannig: Elnum brátt í annan þátt elskumst sátt í leynum. Hinn fyrrihlutinn var svona: Komir þú á Kvennavist kveðjur færðu hlýjar. Þetta var botnað: Hafirðu aldrei konu kysst Jrá kannaðu leiðir nýjar. Og þannig: Þar oft hef þráð og oft hef misst, en einatt fundið nýjar. Blaðinu barst nýlega bréf um veðrið og fleira, Íþví voru rneðal annars tvær vísur: Andvari líður yfir syeit eftir horfinn dag. ____ _ Ekkert fegra á fold ég veit en fagurt sólarlag. Horfði ég upp í heiðið blátt liugurinn hvergi deigur. En núna er komin norðanátt og nú er ég sjálfsagt feigur. í nýafstöðnu rafmagnsleysi og skítviðri urðu Jrekktum kvennamanni hér í skóla stökur þessar á munni: Norðanáttin nístingsköld næðir gegnum merg og bein. Tekið hefur vetur völd. Varla grið hann býður nein. Þó finnst kostur einn hér enn einhvers skal hann meta: Nú í skjóli myrkurs menn meyjar kannað geta. Þessi vísa varð til í sumar hjá einu af góð- skáldum skólans: Ég vinn í skurði í vesturbænum, — vindurinn gnauðar út með sænum. Oft er pústin ófrjáls tekin. Einhverntíma verð ég rekinn. Ástarbrautin hefur verið með liálla móti í vetur, að minnsta kosti sú hin malborna, er við þekkjum vel. Þetta var því ort um hana — og liina raunar líka: Ástarbrautin ýmsum reynist einatt nokkuð hál. Hugur samt að henni beinist, — hjartanu er mál. Þátturinn vill heita á lesendur sína að senda vísur til birtingar. Yfir jólin skulið þið svo glíma við að botna þetta: Sýnið enn að yrkja má ungir menn og konur. Bezti botninn, sem ritstjóranum berst fyrir 15. jan., verður eitthvað verðlaunaður. Ekki verður meira kveðið að sinni. muninn 4:5

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.