Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1970, Blaðsíða 15

Muninn - 01.11.1970, Blaðsíða 15
Tvær athugasemdir skal þó gera: 1. Mér finnst óvið- kunnanlegt að sjá nýyrði og forn orð standa saman í svo rammheiðnum stíl. Orð sem skælingar og gýgur, týpa og öndur. 2. Svo segir: ... en tröll á Islandi eru engi meinvættir. I fimmtándu vísu Málsháttakvæðis kemur fyrir "ekki er mart verra en troll" og í lausa vísu sem eignuð er Kormáki Ögmundarsyni segir svo " troll hafa trylda pessa konu." Mörg fleiri dæmi má taka úr fornum bókmenntum par sem glögglega kemur í ljós að menn hugðu fátt verra tröllum. Þórarinn Hjartarson og Eyþór Már Haraldsson gerðu að Gimaldi 7. 3. 1 970 Ljóð eftir K. Jónsson Kvæðið er i sama sveita- sælu stíl og öll kvæði Kristjáns, þau sem ég hef augum litið. Gatan er ágæt, en er þó ekki sambærileg við neitt af fyrri verkum höfundar einfaldlega vegna þess að K.G hefur ekki srifað í blaðið áður. Saga án enda eftir Rafn Jónsson er hvorki betri né verri en annað sem Rafn hefur áður skrifað. Þetta er enginn hverfi- punktur íslenskra bókmennta nema siður sé. I skjóli myrkursins Ég er mun hrifnari af bess- ari sögu en þeirri sem birt ist eftir Högna fyrr á vetrinum. Högni er ágætur stilisti en þó undir nokkriun áhrifum danskra bókmennta. Frásognin er létt og lifandi. Ég vil sem fæstum orðum eyða á froðusnakk það, sem þessi grein er. Það er öllum kunnugt að maðurinn veður reyk út á þekju, svo ekki sé meira sagt. Maður freistast til að halda : a) að T.J. hafi skrifað að undirlagi Unga til áréttingar stefnu þeirri sem mörkuð er i leið- aranum. b) að T.J hafi skrifað þetta eftir beiðni Unga i þeirri von ritstjórans að frekari umræður gætu spunnist á síðum blaðsins enda hrjáir það sifelldur efnisskortur. Þögn er ólík sveitasælu K.J og agæt innan sinna takmarka, en ólik K.J samt sem áður Skólameistari virðir ekki rétt nemenda á skipan félagsmála I þessari grein og þeirri næstu er Finnbogi harðorður i garð Skóla- meistara og má kalla þessi skrif kveðjur hans. Það er margt réttmætt í orðum F.J Skólameistari hafði fram að þessu litið á Inspector Scolae sem sitt handbendi. Svo setja nemendur lög, þar sem nafni þessa manns er breytt i formann skóla- félagsins og starfsvið hans skilgreint þ:e....'.' skal vera fulltrúi nemenda gagnvart skólastjórn og skólameistara" etc. Það er augljóst að Skóla- meistara hefur þótt sinn hlutur fyrir borð borinn frá þvi sem áður var og sannast þar hið fornkveðna " Hvað ungur nemur, gamall temur. Á hinn bóginn tel ég ekki vera i minum verka- hring að leggja á það nokkurt met hvort Benedikt Sveinsson gegnir hlutverki fulltrúa skóla- meistara eða fulltrúa nemenda. Jk------

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.