Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1977, Blaðsíða 7

Muninn - 01.11.1977, Blaðsíða 7
+----------------—---------+ Viðtal við Hermann Stefánsson ----------------+ Nútímamenn tala oft um stofnanir og félög eins og einhverjar lifandi heildir sem lúta eigin lögmálum. Þeir gleyma því að bak við allar stofnanir standa einstaklingar og þær væru þess vegua ekki til án þeirra. Þegar nemendur M. A. nú á tímum taka þátt í hefðbundnu félagsstarfi skólans, á tyllidögum eða í dagiegri önn, mega þeir ekki gleyma því að slíkt starf er hefð við skólann sem gengnar kynslóðir liafa skapað. Óhætt er að segja að hafi einhver einn maður öðrum fremur mótað þann skólabrag sem nú ríkir í Menntaskólanum þá er það Hermann Stefánsson. Hermann er fæddur 17. jan. 1904 í Miðgörðum í Grenivík, sonur hjónanna Stefáns Stefánssonar út- vegsbónda og Friðriku Kristjánsdóttur konu hans. Hann varð gagnfræðingur á Akureyri 1922 en stundaði svo nám í Ollerup Gymnastik-Hpjskole og Statens Gymnastik-Institut í Kaupmannahöfn 1927 —29. Frá 1929—1974 kenndi hann við M. A. Kona Hermanns heitir Þórhildur Steingrímsdóttir, einnig þekktur íjtróttakennari við Menntaskólann. Þótt starf Hermanns við M. A. hafi verið tíma- frekt taldi liann ekki eftir sér að sinna fjölmörgum öðrum áhugamálum og ber skíðaí])róttina j)ar hæst: Hann var lengi formaður Skíðaráðs Akureyrar, landsliðsþjálfari í skíðaíj)róttnm fyrir Vetrar- Olympíuleikana í St. Moritz 1948, fararstjóri ís- lendinga á Vetrar-Olympíuleikana í Squaw Valley 1960 og formaður Skíðasambands íslands 1956—60. Heiðursfélagi ÍSÍ var hann kjörinn 1964. Ekki má lieldur gleyma söngmálunum, jiar hefur hann sem annars staðar verið í fararbroddi bæði hjá Kantötukór Ak. og Karlakórnum Geysi og einnig Sambandi norðlenskra karlakóra. Slík upptalning er alls ekki tæmandi. Til jaess hefur Hermann verið allt of fjölhæfur og ötull. Og enn þann dag í dag ljómar hann af lífskrafti. Það var að minnsta kosti reynsla okkar hjá blaðinu sem ræddum við hann fyrir skömmu. í „diplómat“ og með harðkúluhatta. Muninn: Þú verður gagnfræðingur hér við skól- ann 1922? Hermann: Já, Jiað var á Jieim árum er kennarar og skólameistari klæddust „diplómat“ og gengu með liarðkúluhatta og nemendur mættu greiddir og kembdir í skólann á hverjum morgni! Muninn: Og Jaannig hafa nemendur verið upp- strílaðir allan veturinn? Hermann: Ja, ekki segi ég Jaað nú. Bendan eða gangaslagurinn vildi taka sinn toll og eftir hana voru menn oft í gauðrifnum galla! Menn héldust í hendur og toguðust á. Röðin náði oft upp stigann og tqap á efri gang og þegar tengslin slitnuðu fengu menn oft dálaglega byltu. Aldrei man ég þó eftir stórslysum. Svo skiptu menn vitanlega um föt Jiegar skauta- eða skíðaferðir stóðu fyrir dyrum. Muninn: Já, skíðaferðir. Þá kemur Útgarður strax í hugann. Hermann: Útgarður var reistur 1936. Þetta var torfhús uppi í Hlíðarfjalli. Þangað fóru nemendur einu sinni á vetri. Hver bekkur dvaldi Jiarna í þrjá daga og auðvitað bar hver maður útbúnað sinn. Aður hafði verið undirbúin kvöldvaka og fyrsta nóttin var venjulega vökunótt hjá öllum. Einn bekkur tók við af öðrum og Jrannig var þriðja hver nótt alltaf vökunótt hjá mér. Annan daginn fór ég svo að kenna undirstöðuatriði skíðaíþróttarinnar. Muninn 50 ára 5

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.