Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1977, Blaðsíða 23

Muninn - 01.11.1977, Blaðsíða 23
kennarana senr eldri og reyndari félaga, og varla koni fyrir, að kali kæmi upp í garð nokkurs kennara. Hinsvegar voru samskipti einstakra kennara við nemendur misjafnlega mikil eins og vænta mátti. Eins og alls staðar í skólum reyndu nemendur að gera góðlátlegt skop að ýmsu í fari kennara, hermdu eftir þeim og þess háttar, en allt var það græskulaust gaman, enda létu kennarar, sem þeir sæju það ekki. Leyfi voru sjaldan gefin nema hin löðboðnu, en þau Jró stutt, jólaleyfi sjaldan nema frá 23. des. til 2. jan. Stundum tókst að ná sér í einnar stundar leyfi með einhverjum hrekkjabrögðum, t. d. að svæla ein- iiverju í ofninum eða þess háttar. Fæstir nemendur áttu Jress kost að fara heim í jólaleyfi, naumast aðrir en þeir sem gátu farið gang- andi. f>ó kom fyrir, að menn gengu til Húsavíkur eða Skagafjarðar. Margt reyndu menn að gera sér til gamans í heimavistinni um jólin. Mikið var sofið og spilað, teflt og talað. Eitthvað sóttu menn skemmtanir í bænum, en þá sem endranær var Jrað ekki vel séð af skólastjórn, og fæstir höfðu fjárráð til slíkra hluta. Yfirleitt sóttu menn lítið skemmt- anir utan skólans, því að fæstir höfðu efni á Jrví. Þó voru leiksýningar almennt sóttar, einnig fyrirlestr- ar. Stjórnmálafundir þóttu góð skemmtan, enda var Jrá oft líf í tuskunum. Þá þótti og góð tilbreyting að sækja samkomur Hjálpræðishersins, ekki af guð- hræðslu heldur til að gera einhverjar spekálur. Svo lítið fé höfðu rnenn milli handa, að sjaldan var farið á bíó, og til voru þeir, sem aldrei leyfðu sér slíkan munað. Félagslíf var allmikið innan skólans, Jrótt ekki væri Jrað fjölbreytt. Aðalfélagið var Málfundafélag- ið, í Jwí voru flestir nemendur. Tillög voru engin og engin meðlinraskrá. Félagið hélt málfundi venju- lega Jniðja ltvern laugardag. Alls konar efni var tekið til umræðu, en sjaldnast pólitík. Skipaður var framsögumaður eða framsögumenn fyrir hvern fund, einnig fundarstjóri og ritari, varð félagsstjórn- in að sjá um að Jrví væri hlýtt. Flestir reyndu að búa sig eitthvað undir framsögu, og jafnvel höfðu and- mælendur undirbúið sig, og urðu umræður oft býsna fjörugar, enda var tilgangur félagsins sá einn að æfa menn í ræðumennsku og fundarstjórn. Reið því á miklu að fundarefnin væru af því tagi, að unnt væri að deila um þau. Margir skólabræðra minna urðu góðir ræðumenn síðar, og er enginn vafi á, að félagið hafði mikil áhrif og gagnleg. Kennarar sátu stundum málfundi og gáfu oft leiðbeiningar um meðferð fundarefnis. Á ltverjum fundi var „Skólapilturinn“ lesinn. Var ritnefnd kosin frá fundi til fundar. Hann Var hand- skrifaður í þar til fengna bók. Langmest efni hans á Jtessum árum var gamansemi um nemendur og kennara. Áttu Jrar ýmsir högg í annars garð. Stund- um voru Jró hugleiðingar um ýmis efni, en ekki minnist ég Jrar skáldskapar, hvorki í bundnu máli né óbundnu, var Jró allmargt góðra hagyrðinga í skól- anum, sem létu fjúka í kviðlingum við ýmis tæki- læri. Skólapilturinn var arfur frá Möðruvöllum. Var sagt um hann þar hið fornkveðna „að sinnt var gaman, sumt var þarft, sumt vér ei um tölum“. Mun Jrað hafa haldist löngum. Ekki veit ég betur en allur Skólapilturinn sé glataður. Lék löngum Jrað orð á, að gagnfræðingar hefðu liann heim með sér á vorin. En gaman væri, ef hægt væri að hafa upp á þótt ekki væri nema einum árgangi. Skömmu eftir að ég fór úr skóla fór ýmsum for- ystumönnum nemenda að þykja málfundafélagið of laust í reipum, og ekki svo alvarlegt sem virðulegu skólafélagi sæmdi. Var Jrá nafni Jress breytt í Hug- inn og því settar strangari lög og reglur, og tekið upp árstillag. Nokkru síðar þótti Skólapilturinn ekki nógu fínt nafn á málgagn félagsins. Kont Jrá Muninn upp, en ekki kann ég að segja Jrá sögu. Annað helsta félagið var Skemmtifélagið. í Jrað gengu menn formlega og greiddu tvær krónur í árs- tillag. Það hélt uppi skemmtanalífi, sem raunar var ekki annað en dansleikir, sem haldnir voru þriðja hvern laugardag. Var aðgangseyrir ein kréma. Dans- að var í leikfimihúsinu, músikin var harmóníka. Mikill skortur var á dömum, ]>ví að af um 100 nem- endum skólans voru ekki nema rúmlega 20 stúlkur. Var Jrví mörgum stúlkum boðið úr bænum, en einn- ig komu margir herrar, einkum eldri nemendur. Varð Jretta til Jress að margir piltar drógu sig í hlé frá dansinum, sakir feimni og vankunnáttu í list- inni. Seldar voru veitingar, gosdrykkir og rjóma- kökur, og þótti mikið sælgæti. Stjórn Skemmtifélags- ins hafði mikið erfiði, og ekki aðra umbun en að mega eta óseldar rjómakökur ef einhverjar urðu. Þótti það öfundsvert hlutskipti. Þegar Sigurður Guðmundsson tók við skólastjórn lét hann gera ýmsar breytingar á samkomultaldi. Böllin voru flutt inn á Sal, og um leið var harmóník- an gerð útlæg, en spilað í Jress stað á orgel skólans, en stundum fengið píanó, ef ntikið skyldi við hafa. Enginn bæjarbúi fékk aðgang, en boðið var tiltekn- um hópi af dömurn. Urðu menn að gera það í sam- ráði við stjórnina, og skólameistari að samþykkja valið, svo að þar kæmu engar óverðugar eða ósið- látar. Var nokkur kurr í mönnum yfir þessu í fyrstu. Sigurður tók einnig upp þá nýlundu, að láta halda kaffikvöld einu sinni í mánuði. Þá var drukk- ið kaffi á Sal, og annaðist heimavistin veitingar allar. Einhver kennari eða bæjarmaður flutti erindi, voru Muninn 50 ára 21

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.