Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1977, Blaðsíða 25

Muninn - 01.11.1977, Blaðsíða 25
Lífiö á heimavist áöur fyrr Nóvember 1931. Fjórtán ára telpuhnáta stendur við dyr Menntaskólans á Akureyri komin um langan sjóveg frá Norðfirði til fundar við skólameistara. Ætlunin var að taka próf upp í annan bekk. Mér fannst ég vera ósköp lítil og smá fyrir framan þetta glæsilega menntasetur. Ég stóð þarna í þungum Jrönkum. Þá var hurðinni hrundið upp og út streymdi nemendaskarinn geislandi af æskufjöri. Mér er enn í minni, hve allir virtust vera hræðilega veraldarvanir. Hvað um Jrað, inn til meistara komst ég og prófið tók ég á kennarastofunni. Ég stóðst það og settist í annan bekk. Þar voru l'yrir vinir mínir frá Norðfirði og allar áhyggjur hurfu sem dögg fyrir sólu. Að vísu varð ég fyrir smá áfalli, þegar ég kom fyrst inn í bekkinn. Sprettur þar ekki upp snaggara- legur strákur og býður mig velkomna með mörgum fögrum orðum. Það var Sigurður Bjarnason frá Vig- ur. Þessi riddaramennska kom alveg flatt upp á mig, hversdagslega sjóstúlku frá Norðfirði. Eg var svo stálheppin að búa fjögur ár í heima- vistinni. Þeim árum gleyrni ég aldrei. Heimavistin og skólinn voru undir sama Jraki, ekki spillti það. Nemendur sem bjuggu í vistinni voru í kringum sjötíu. Enn fremur bjó skólameist- ari og fjölskylda hans þar, sem og Stefán Gunnbjörn Egilsson heimavistarstjóri, Rósa Stefánsdóttir ráðs- kona og starfsstúlkur við mötuneyti skólans. Þetta hafa trúlega verið um það bil níutíu manns. I kjallaranum var ein kennslustofa, eldbús, borð,- stofa, geymslur, salerni og þvottahús með leynigöt- um á veggnum inn í baðherbergið. Hverjir skyldu nú liafa legið á gægjum? Á fyrstu hæð var íbúð skólameistara, kennarastofan, Jrrjár kennslustofur, þrjú heimavistarherbergi, herbergi ráðskonu, starfs- stúlkna og heimavistarstjóra. Á annarri hæð var hátíðasalurinn og tvær kennslustofur. Þetta var allt einn salur, Jregar skemmtanir voru haldnar. Þar voru einnig átján nemendaherbergi, níu á suður- vistum og níu á norðurvistum. Þá er ótalin rishæð- in eða háaloftið. Þar voru sjö kvistherbergi, þurrk- loft og straustofa. Þar átti líka að vera reimt og var ekki laust við að geigur gripi mann á síðkvöldum, ef leiðin lá þar um. Á haustin færðist líf í þetta reisulega hús uppi á Brekkunni. Nemendur komu hvaðanæva að með pjönkur sínar, gul, rauð, græn og blá koffort og samanreyrða rúmfatapoka. Koffortin höfðu að geyma dýrmætustu eigurnar og í rúmfatapokanum leyndist m. a. gríðarmikil undirsæng troðin alls konar fiðri, sem hafði þá áráttu að nota hvert tæki- færi til að smjúga út, rétt eins og það vildi hefja sig til flugs á ný. Þetta voru að meirihluta piltar, því að um arð- bæra sumarvinnu stúlkna var varla að ræða. Ég minnist þess ekki að stúlkur hafi verið fleiri en ellefu í vistinni á Jressum árum. Venjulegur skóladagur hófst kl. átta hjá nenrend- um menntadeildar en kl. níu í gagnfræðadeild. Frammi á gangi var vasktetur í einu horninu. Þar Jrvoðum við stírurnar úr augunum. Að vísu var ,,vaskalat“ á hverju herbergi, en okkur þótti þægi- legxa og skemmtilegra að nota rennandi vatnið. Svo gátum við líka lent í smástympingum við strákana og Jrar nreð voru allir glaðvaknaðir. Kl. hálf átta var kaffi og smurt brauð á boðstólum, en stundarfjórðungi fyrir kl. níu var borið franr súrt slátur, hafragrautur og lýsi. Það þurfti nrikið Jrrek til Jress að taka lýsi svona upp á eigin spýtur, enda svikumst við oft um það. Kl. níu voru allir komnir upp á Sal. Þar upphófst mikill morgunsöngur undir stjórn Björgvins Guðnrundssonar tónskálds. Sungu flestir fullum hálsi og reyndum við óspart að draga sönginn á langinn. Eftirlætiskvæðið var Rammi- slagur eftir Stephan G. Sungin voru öll tólf erindin. Björgvin lrafði samið lagið. Það er ljómandi fallegt, en blessunarlega langdregið. Þegar útséð var unr að nreira yrði sungið, dreifðist hópurinn í kennslustof- urnar og var kennslu fram haldið til kl. hálf tólf. En auðvitað fengum við frímínútur. Það voru tíu mínútur og Jrá var ætlast til að allur hópurinn færi út, næstum hvernig sem viðraði. Vöskustu piltarnir voru skipaðir gangverðir og fengu þeir oft fleiri í lið með sér. Ef satt skal segja vorum við stúlkurnar mjög erfiðar viðureignar og sóttumst eftir að láta Jrá elta okkur upp um allar vistir. Var þá oft verið að drösla Jreirri síðustu út úr skólanum, Jregar hringt var inn. Væri ekki unnt að beita okkur út, spígspor- uðu strákarnir fram og aftur um gangana, en stelp- urnar studdu miðstöðvarofnana af mikilli kostgæfni. Ljúfur vindlailmur barst að vitunr okkar frá kenn- arastofunni, en úti geisaði bin norðlenska stórhríð. Muninn 50 dra 2?>

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.