Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1977, Blaðsíða 24

Muninn - 01.11.1977, Blaðsíða 24
mörg þeirra fróðleg og skemmtileg, og síðan voru frjáls ræðuhöld. Oftast var sungið, en annars var sönglíf ekki mikið í skólanum þessa vetur, og söng- kennsla í molum, þótt hún væri á stundaskrá. Þó starfaði þar söngflokkur a. m. k. seinni veturinn, og morgunsöng var alltaf haldið uppi á Sal áður en kennslustundir hófust. Aldrei var dansað á kaffikvöldum, en skólameist- ari bauð eða lét bjóða ýmsum fyrirmönnum úr bæn- um til kaffidrykkjunnar, og héldu þeir margir ræð- ur, svo að mörgum nemendum þótti nóg um. Skólahátíð var engin. Hinsvegar var opinber kvöldskemmtun haldin, venjulega að loknu páska- leyfi. Seldur var aðgangur, og kom þá margt bæjar- búa, og var þetta gert til fjáröflunar fyrir sjúkrasjóð skólans. Samkoman var haldin í leikfimihúsinu, og var það þá skreytt lítillega. Mest efni til samkom- unnar lögðu nemendur sjálfir fram, fluttu ræður, lásu frumsamin ljóð, og sungu ef til var æfður söng- flokkur. Til að setja meiri svip á samkomuna voru stundum fengnir bæjarbúar til að skemmta, man ég eftir, að þeir sungu þar sr. Geir Sæmundsson og Steingrímur Matthíasson læknir, og loks var dansað fram á nótt. Voru samkomur þessar vinsælar af bæj- arbúum, og þótti mörgum forvitnilegt að sjá og beyra ræðumenn og skáld skólans. Glímufélag starfaði af nokkrum þrótti, og eitt- livað var æfð knattspyrna. Glímt var flesta sunnu- dagsmorgna og kenndi Jónas Snæbjörnsson teikni- kennari glímuna. Skákfélag starfaði einnig, og var teflt eitt kviild í viku. Einhver fleiri félög störfuðu svo sem bekkjarfélög, en ekki man ég frá þeim að segja. Þótt félögin væru ekki fleiri fylgdu þeim mörg ómök, og eins og sjá má á skólaskýrslum lenti starfið mest á sömu mönnunum. En allt félagsstarf unnu nemendur í sínum eigin tíma, og naumast kom fyrir að þeir fengju leyfi, þó ekki væri nema eina stund til að sinna þeim. Eins og alls staðar þar sem margir ungir menn koma saman urðu oft ryskingar nokkrar. Ætíð var róstusamt meðan tolleringar fóru fram, og stundum urðu ferlegir gangaslagir í frímínútum. Lá þá jafn- vel stundum við meiðslum, tölur flugu sem skæða- drífa og föt rifnuðu, og ekki skyldi ég sverja fyrir, að sést hefði eitt og eitt glóðarauga. Og lítils virði urðu kennslustundirnar næstu eftir slíka slagi. Við morgunstund notaði skólameistari oft tæki- færið til að ávarpa nemendur og áminna. Síðar tók Sigurður Guðmundsson upp þann sið að hringja á Sal ef hann þurfti að koma máli á framfæri, eða til að flytja fræðandi erindi eða kynna nemendum eitt- hvað úr bókmenntum. Man ég, að hann las eitt sinn Þorgeir í Vík með skýringum. Yfirleitt einkenndist skólalífið af „iðni og ástund- un“. Stundvísi var með ágætum og skróp þekktist varla á þessum árum en mikið lesið, bæði skólabæk- ur og annað. Voru bæði Amtsbókasafnið og skóla- bókasafnið óspart notuð. Áfengisneysla var engin, var það livorttveggja, að bindindissemi var þá í hávegum höfð í almennings- áliti, en þó var það sport að brjóta bannlögin að byrja að skjóta upp kollinum. Skólapiltar höfðu fá tækifæri og enn minna fé til að reka slíkt sport, og bruggöld var ekki hafin í landinu. Fáir neyttu tóbaks, enda bannað að reykja á lóð skólans. Hlýddu menn því banni, sem og öðrum skólareglum, sem þeir litu á sem sjálfsagðan hlut. Eg hefi rakið hér það helsta, sem upp í hugann kemur af minningum frá námsárum mínum í Gagn- fræðaskólanum á Akureyri. Stiklað er hvarvetna á stóru, en eitt vil ég þó taka fram að lokum. Þessi ár voru ánægjulegustu námsár mín, og má þakka það ágætum kennurum og frábærum skólaanda og sam- vinnu. Hefi ég til þessa dags búið að þeirri þekk- ingarundirstöðu og áhrifum, sem ég fékk þá. Steindór Steindórsson fní Hlöðum. *■ + Tóbakspistill Fyrir nokkru var stofnað liér í skólanum félag, sem hefur að markmiði að efla hiua fornu list, neftóbaksítöku. Nefnist fé- lagið „Die Snubftabak Gesellschaft". Félagið hafði í fyrstu talsverð áhrif innan skólans, og þau svo mikil, að jafnvel ungar blómarósir og háttvirtir lærifeður tóku í nefið, bæði opinberlega og í laumi. En nú er svo komið, að gengi neftóbakssinna fer ört minnk- andi, og er ekki annað sjáanlegt, en að þessi forni þjóðar- siður sé að deyja út nteð öllu hér í skóla. Tóbaksmenningin mun hafa staðið liæst í 3. bekk. Viljum vér til gamans birta félagssöng neftóbaksmanna í 3. bekk, þann er þeir syngja oftlega. Hljóðar hann þannig:: Þriðju bekkjar Ijeztu synir, bátnum mun nú ýtt frá skör. Neytum tóbaks, traustu vinir, tökum það í nef og vör. Unnum, vinir, okkar siði, andanum hann gelur þrótt. Félagar í fríðu liði, fyllum nasir okkar skjótt! Aths. Vísurnar má syngja undir tveim lögurn, sem bæði eru vel kunn hér í skólanum. R. Muninn 2. tbl. 28. árg. +"—“—■■■ 22 Muninn 50 ára

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.