Heimilisblaðið - 01.01.1922, Síða 5
HÉÍMILISBLAÐIÐ
3
meiri, sem aldri munar meir, eða lífsreynslu-
munurinn er meiri.
Aldur og lífsreynsla fara jafnan saman,
þannig, að því fleira og meira reynir, sem
lengur lifir, og »fleira veit sá, sem fleira
reynir«. Þó fer þetta mjög misjafnlega sam-
an. Sumir reyna margt og mikið þegar á
unga aldri, mikið meira og íleira en ýmsir
eldri, og verða þá líka vanalega og eðlilega
fullorðinslegri en ella mundi, einkum ef
lundin er ekki létt, hjartað viðkvæmt og
hyggjan nokkuð djúp. En sumir virðast fá
litla og létta lífsreynslu, þó lengi liíi. En
fár eða enginn gamall mun þó svo lítt
reyndur eða Iærður í lífsins skóla, að hann
í því efni beri ekki af ílestum hinum yngri.
Eins og þegar er sagt, gjörir aldursmun-
urinn og lífsreynslumunurinn mestan mun-
inn á ungum og gömlum, en sá munur er
ásigkomulags- og ástœðnamunur. Pað er
lögmál þessa lífs, að með aldrinum hærri
slitnar líkami manns, bognar og hrörnar
og heilsa og kraftar bila, og eftir því meir
sem meir eldist. Svo gerir líka lífsreynslan
sitt til að lýja, lama og veikla, og því meira
sem hún er sárari eða barðari.
Eftir þessu fer svo bæði likamlegt og
sálarlegt ásigkomulag, kringumstæður og
kjör, þarfir og þrár hins aldraða manns.
Hann verður meir eða minna ósjálfbarga,
ástæðurnar þrengast, kjörin þyngjast, þarf-
irnar aukast og fjölga, og þrárnar verða
sárar, gleðiljósunum fækkar, raunaskugg-
unum fjölgar, og svo getur farið, ef aldur
endist til elli, eða ef heilsan hilar alveg,
þó fyr sé, að maðurinn verði alveg ósjálf-
bjarga, þurftarmargur og þurftarfrekur, og
upp á aðra kominn eins og hvítvoðung-
urinn.
Alt er þetta gagnstætt, öðruvísi og betra
hjá hinum unga og upprennanda, ef hann
annars er heill og hraustur, eins og hann,
sem betur fer, yfirleitt er. Með hverju
bernsku- og ungdómsárinu vex og þrosk-
ast hann, réttist upp, blómgast og styrkist
og bernsku- og æskulifsreynslan hjá ílest-
um er líka nú orðið, sem betur fer, svo
ljúíleg og góð, að hún einnig uppbyggir og
fegrar likamann og lífið. Fyrir því verður
líka alt ásigkomulag hins heilbrigða unga
manns, bæði til líkams og sálar, yfir höf-
uð, sældar ástand, kringumstæður hans
góðar; hann getur verið meir en sjálfum
sér nógur, bætt sjálfur kjör sín og sinna,
upptylt þarfirnar, gert sér ótal vonirnar
glæsilegar, og vonað, að óskirnar rætist.
Umhorfurnar hjá honum eru því bjartar,
en þó einkum framhorfurnar. Á framtíðar
himninum sínum sér hann mörg björt og
blíð gleðiljós og marga vonai'- og óska-
stjörnur, og þó að nokkur stjörnuhröp
verði þar stundum, þá birtast aðrar jafn-
harðan í staðinn, og gleðiljósum fækkar
eigi, heldur fjölgar fyrir sjónum hans alt
fi'am á manndómsaldur, og stundum leng-
ur. Alt þetta gei’ir hann sterkan og státinn,
og færan í flestan sjó lífsins, færan til að
reynast, læra og prófast i lífsins skóla, ag-
ast þar, lagast og mentast alt fram á gam-
als aldur — alt þar til, að í honum sjálf-
um mætast og sameinast ungur og gamall,
og hann þá má skilja og elska bæði ungan
og gamlan, og finna sjálfan sig fullkomn-
ari og allri farsæld nær en áður. Þannig
er nú og fer fjnir urigurn og gömlum, ef
alt er heilbrigt og heiðarlegt, og eftir hlut-
arins eðli, eða eftir sennilegasta tilgangi lífs-
ins, sem er þessi: Að ungur og gamall
fallist í faðma, verki til heilla hvor á ann-
an, svo að ungur verði gamall og gamall
ungur. Með þessu á eg við það, að þegar
maður eldist, eða verður gamall, þá sam-
lagast og samþýðist í honurn, í sálu hans,
það, sem tilheyrði eða tilheyrir hans yngri
og efri aldri, jafnar og bætir hvað annað,
og með því fullkomnar og farsælir rnann-
inn. —
En eins og þetta á þannig að koma fram,
og kemur líka fram við rnargan éinstakan
mann, sem lifir það, að vera fyrst ungur
og síðan gamall, eins á og þarf svipað eða
hið sama að verða í sambandi og samlífi
eins ungs manns við annan gamlan mann,
og gamals manns við ungan mann. Þeir