Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1922, Page 6

Heimilisblaðið - 01.01.1922, Page 6
4 HEIMILISBLAÐIÐ eiga og þurfa einnig að samþýðast, þekkja og skilja hvor annan með nærgætni og hluttekningarsemi, bæta hvor annan upp og hvor fyrir öðrum, og þar með fullkomna og farsæla hvor annan. Þetta er líka, sem betur fer, töluvert títt; og er það fagurt á að lita, girnilegt til fróðleiks og gott að reyna, gott til viðurlífs bæði fyrir ungan og gamlan. Betta á sér stað þar alstaðar, sem ungir og aldraðir búa og starfa saman með góðum skilningi hver á öðrum, í sam- úð og eindrægni, þar sem hinn ungi gleður og lifgar hinn gamla, og gerir honum byrði aldursins og langa lifsins léttari með hug- ulsemi, elsku, hlýðni og greiðvikni, trygð og rækt og tilhlýðilegri virðingu, og þar sem hinn gamli og reyndi maður miðlar aftur hinum unga með ást og nærfærni, gætni og góðri greind úr sínum sjóði, sjóði mannþekkingarinnar og lifsreynslunnar, elskar og virðir bernskuna og æskuna á hennar eðlilega reki og réttum vegi, laðar en kúgar ekki, leyfir henni að njóta sinna réttinda og þarfa, en stillir þó til hófs og heldur eftir megni frá gönuhlaupum og glapstigum. Þar sem þannig er um ungan og gaml- an, þar er gott að vera, golt ungum og gömlum, gott öllum aldri. Þar er »æskan glöð og létt hennar lund, og lífsstríð ei hug hennar þjáir, og þar á hún fjölmarga in- dæla stund« — en þar má líka oftast einnig segja: »Elli þú ert ekki þung, anda guði kærum, fögur sál er ávalt ung, undir silf- urhærumcc — Því að sá gamall maður, sem skilur og meðhöndlar rétt hinn unga, býr sjálfum sér vanalega létta elli, er guði kær, geymir fagra sál og er andlega ungur, þótt hvítur verði af elli, ef hann á annað borð á við góða og óspilta æsku að skifta. Æskan góða og óspilta verkar líka yngj- andi, fegrandi og betrandi á aldurinn hærri. Allir sjá og þekkja, og margir hafa reynt og reyna, hve óumræðilega kært og indælt getur orðið og verið, og heflr einnig verið og er, milli ungs og gamals, þar sem verið hafa eða eru ung börn og faðir og raóðir, afl og amma og margar fleiri eldri mann- eskjur, jafnvel alveg vandalausar, er tekið hafa ástfóstri við börn. Þar sýnast sannlega ekki ungur og gamall eiga illa saman, held- ur þvert á móti, sálir þeirra i’enna saman og haía blessunarrik áhrif hvor á aðra. Þar er ekki misskilningurinn mikill á milli; þar er ekki tilfinningarleysið, hugsunar- leysið og ónærgætnin um óskir eða þarfir hvors annars, og ekki hluttekningarleysið í hvors annars gleði eða sorg; og þar vantar hvorki viljann né viðleitnina til að gera til hæfis. Og þá vantar þar ekki heldur ánægju og farsæld, ef líf og heilbrigði er léð. En þó verður og er það svo oft og viða — þvi er nú miður — já, þúsund sinnum miður — að þegar börnín stálpast og kom- ast til vits og ára, þá fer þetta ágæti af, og keniur gremja og grátur í staðinn. Hvernig i ósköpunum getur staðið á þessu? Hvern- ig stendur yfir höfuð á öllu þvi ósamræmi og ósamlyndi, og allri þeirri klögun og kvörtun, sem svo oft og víða hefir átt og á sér enn stað meðal ungs og gamals, og allri þeirri ógæfu og vanblessan, sem þar með fylgir og þar af sprettur? Orsökin til þess, og sökin á því, er sjálfsagt hjá þeim báðum, ungum og gömlum. Líldega þó oft meir og upphaflegar hjá þeim gamla eða eldri. Sú orsök eða sök getur legið í þvi, að hann í ofurást sinni hafi gleymt eða vanrækt, eða ekki kunnað að veita barninu nauðsynlegt, gott og holt uppeldi, eða kenna þeim unga þann veg, sem hann átti að ganga, skemt hann með ofmiklu dekri og dálæti, ekki nógu snemma eða stöðugt inn- rætt honum þær barnslegu skyldur og dygðir, sem hann þó vonar og vill, að barnið og unglingurinn ræki við hann sjálf- an fyr og síðar. Ef eða þegar svona tekst til, þá fer varla hjá því — og er ekki að furða, að hinn ungi, sem þannig er upp alinn sem barn, bregðist og búi böl hinum gamla, sem þannig ól hann upp — og mörgum fleirum, en seinast sjálfum sér — því sjaldan launar kálfur ofetdi. En þótt nú þessi sé ekki orsökin eða sökin hjá

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.