Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1922, Síða 10

Heimilisblaðið - 01.01.1922, Síða 10
8 HEIMILISBLAÐIÐ Hver sem þetta gjörir og heldur, lifir eflaust farsæflega, bæði hér og siðar. (Saga frá Japan). Einusinni fyrir mörgum árum bjó guð- hræddur prestur nálægt þorpinu Honan, i ofurlitlu musteri. Musterið var bygt yfir graf- reit: undir þeirri grænu torfu livíldu jarð- neskar Ieifar dýrðlings nokkurs, er svo hafði verið guðrækinn, að því verður ekki með orðuin lýst, og nú komu pílagrímar til grafar hans hvaðanæva. Prestur gælti þessa helgidóins og liafði sér til aðstoðar lærisvein einn og gamlan hvítan asna, sem lærisveinninn reið, þegar hann fór í sendiferðir. A bak við musterisaltarið stóð skrínið helga, sem geyrndi bein dýrlingsins. Á skríninu var rimlalok, svo pílagrímarnir gátu tekið á hinum helgu dómum milli riml- anna og fengið fyrirgefningu á sínum hund- rað miljónum synda. En svo gáfu þeir must- erinu aftur á móti dýrar gjafir: dýrindis vín, villiendur og annað sælgæti þvíumlíkt, svo að altarið beinlínis svignaði undan gjöfunum á mörgum slíkum fórnardegi. En þrátt fyrir alt kom það þó fyrir, að kornbrestur varð þar um slóðir, svo að lands- fólkið kvaldist af hungri. Þá fækkaði nú heldur um feitu gjafirnar til musterisins, svo að lærisveinn prestsins, svo mikil rengla sem hann var, varð þó enn mjórri og magrari, en prestur hélt sér í góðum holdum. Einn morgun bar það til, er stóð á bænargerð, að lærisveinninn féll i ómegin af örmegni og hungri, og þegar liann raknaði við aftur, þá bað hann: »Ó, æruverðugi faðir, eg vildi bara að guðræknin mín væri orðin eins mikil og guðræknin yðar, því að sakir hennar haldið þér heilsu og holdum og þurflð ekk- ert að horða«, Þá svaraði prestur. »Eg suerti þrisvar á degi hverjum hina helgu dóma á bak við altarið og við það styrkist eg bæði á sál og likama«. Lærisveinninn furðaði sig á þessu. Eina nóttina sem oftar lá hann á dýnunni sinni andvaka, þvi hann skar innan af sulti. Þá sagði hann við sjálfan sig: »Eg ætla nú að reyna, hvort helgu dómarnir hjálpa mér ekki líka, þótt óverðugur sé«. Að svo mæltu skreið hann á bak við altarið, stakk hendinni niður á milli rimlanna á skríninu helga til þess að liann fengi snert beinin í allri lotningu. Hann finnur þá einhvern undarlegan hlut milli fingra sér og þégar hann tekur hann upp, þá sér hann, að þetta er steikt bæna. »Eg sver þess við alla helga menn«, segir liann, að nú skil eg, hvernig á því stendur, að húshóndi minn heldur sinum góðu hold- um«. Að svo mællu át hann hænuna og skreið svo aftur í bælið silt saddur og ánægður. Morguninn eftir kemur hinn guðrækni faðir til hans og sagðí: »Sonur minn, nú er sú stund komin, að fátæka musterið mitt getur nú ekki lengur fætt tvo. Tak því við blessun minni og asn- anum hvíta og farðu hvert sem þú vilt. Lærisveinninn ríður nú af stað á gamla asnanum; asninn var ekki á nástrái með fóður: hann hafði nóga þistla í að grípa með veginum. Þar spruttu þeir þétt og þétt. En þegar á daginn leið vildi svo slysalega til, að asninn át í sig eiluiplöntu; fór hann þá all í einu að hríðskjálfa, hneig niður, rumdi og fór svo á endanum veg allrar veraldar. Presturinn ungi gat nú ekki annað en hnigið þarna niður hjá asnanum, fórnaði höndum og grét beisklega af kviða. En meðan hann var að kvarta og kveina, kom til hans maður, búinn samskonar kirtli og brjálaðir menn hafa að jafnaði. Hann nam staðar lítið eitl og hlustaði á kveinstafi prests- ins og kallaði siðan upp með gjallandi rómi: »Ó, hér er undur öllum undrum meiral Hér er safnaðarlaus prestur að biðja. Taktu, ungi vinur minn, við kirtlinum mínum og

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.