Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1922, Page 11

Heimilisblaðið - 01.01.1922, Page 11
HEIMILISBLAÐJÐ 9 lofaðu mér að fara í prestsskrúðann þinn, til þess að eg geti frætt þig«. Prestur svaraði, fullur örvílnunar: »Eg sé ekki nokkurt bjargarráð. Enginn getur lifgað veslings asnann minn aftur«. »Æ«, hrópaði brjálaði maðurinn, »hvor okkar skyldi nú vera meiri auli? Sérðu ekki að þú ert komiun í hérað, þar sem hvorki er hungur né harðæri. Asninn þinn er dauður, en einmitt þessvegna getur þú lifað eins og blómi í eggi«. »Aulabárður!« sagði prestur, »hvernig get eg lifað á asnanum mínum, úr því hann er dauður? Svo hneig hann aftur niður grát- andi og kveinaði hástöfum yfir forlögum sín- um. »En sá brjálaði hélt áfram sem fyr og sagði: »Þú lærði heimskingi! Skiftum klæð- um, þá skal eg kenna þér listirnar«. Ungi presturinn fór nú úr fötunum og sá brjálaði fór í þau jafnharðan, en prestur hleypti sér svo aftur í kyrtilinn hans. Að því búnu gekk prestur spölkorn og settist á rót- arhnyðju af tré og gaf þeim brjálaða auga, hvað hann hefðist að. Og sjá, sá brjálaði huldi asnaskrokkinn moldu, kraup svo niður hjá honum, og laut svo, að ennið nam við jörðina og bað síðan hátt til guða og dýrl- inga. Svona hélt hann áfram að biðja, þangað lil að menn nokkrir fóru um farinn veg, þá hóf hann upp raust sína, ákallaði þá og mælti: »Æ, þið sem viljið afla yður verðleika og komast hjá kvölum í hinni seinni tilveru ykkar, gefið þér nú fáeina smáskildinga, til þess að kaupa kistu utan um þennan heilaga og syndlausa!« »Pú svikari!« hrópaði prestur, þegar ferða- mennirnir voru farnir leiðar sinnar og voru búnir að láta smápeninga sina falla á götuna eins og helliskúr, — »veiztu ekki að það er asni en ekki dýrlingur, sem liggur þarna!« »En sú heilaga einfeldni!« sagði sá brjál- aði, »aldrei hefi eg hitt meiri bjána en þig. Fáðu mér aftur kyrtilinn minn. Eg ætla ekki' að fylla aulahöfuðið á þér með meira af speki minni'; það er sama sem að fleygja peningum í sjó«. Að svo mællu fór hann í kyrtil sinn og fékk presti fötin sín aftur, og sýndi honum alla fyrirlitningu að skilnaði. En prestur fór óðara að lína upp pening- ana, sem ferðamennirnir höfðu stráð á göt- una og þá snerist honum hugur á meðan. Hann hækkaði moldarhauginn á asnanum og lagði svo hellu á ofan og að því búnu kraup hann niður við leiðið, setti tóma vatnskrús fyrir framan sig og ákallaði vegfarendur, sem fram hjá fóru ; þegar kvöld var komið, var krúsin orðin full af peningum og á því kvöldi át prestur og drakk svo mikið, sem hann gat í sig troðið. Morguninn eftir gekk liann að sama starfi við leiðið; en er leið að kvöldi, gekk fátækur trésmiður eftir veginum: hann var á heimleið frá dagsverkinu, (Niöurl. uæst). b sn$ Það snjóar og frostið sig læsir um láð og ljúfradda smávininn blíða — sem fönnina stiklar og finnur ei bráð, þótt flögri hann lengi og víða. Sín fegurstu lög hann í sumar þér söng og sorg þina kvað út í bláinn. Og hugsaðu vel nú um lágnættin löng, hvort lifandi’ hann sé eða dáinn. Og sjáirðu’ ’hann hjúfra sig hnípinn á grein, þá henlu þar brauðmolum undir. Og mundu öll ljóðin svo lífsglöð og hrein og léltu’ ’honum þungbærar stundir. ./. Ilj. Gíslason.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.