Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1922, Page 12

Heimilisblaðið - 01.01.1922, Page 12
10 HEIMILISBLAÐIÐ 4 Lár a. 8aga ungrar stúlku. 4 Eftir Vilhelm Dankau. 4 Biarni Jánsson trt'ddi. Séra Haar hafði reynt að gera þeim sldlj- anlegt með einföldum orðum, að Lára væri orðin trúuð stúlka og leitt þeim fyrir sjónir, hversu það gerbreytti lííi manua; en þó að þau skildu ekkert af þvi til fullnustu, þá glöddust þau þó af því að heyra prestinn lýsa sælunni og gleðinni, sem trúin veitti henni. Nú fengu þau að vita, að Lára ætti að fara á heilsuhælið i Vejle. af því að læknar væru hræddir um, að brjósttæring væri i aðsigi. Það hresti þau eigi lítið upp hjónin, er séra Kursen sagði þeim, hvað Lára hefði reynst sér vel og svo mörgum öðrum, og bað Jörgensen að gera sér eigi áhyggjur út af kostnaðinum. Sagði hann þeim með gleði frá samskotunum og svo mörgu að heiman frá sér, sem hann vissi sjálfur að mundi gleðja þau. Þeim fanst nú báðum, að hann væri orð- inn allur annar maður en i fyrra skiftið, er hann sótti þau heim, en jafnframt allur annar prestur en séra Haar; þeim gazt báðum illa að honum. Frú Jörgensen var næstum alt af með fárin i augunum, en hlakkaði þó i öðru til að fara til Vejle og hitta Láru þar. Þegar prestur bjóst til brottferðar og frú- in hafði snöggvast brugðið sér frá, þá dirfð- ist Jörgensen að spyrja prest — þvi að hann hafði heyrt að dóttir hans mundi bráðlega giftast — hvort presturinn vildi eigi hafa vitund af koniaki á boðstólum við svo hátíðlegt tækifæri. »Nei, Jörgensen! Þér voruð rétt búinn að drepa mig, en dóttir yðar bjargaði mér«. »En var það ekki sjálfum yður að kenna ?« »Nei, þvi olli breyskur vilji minn og sorgir minar; eg var farinn að halda, að eg gæti gleymt öllu með þvi að neyta þess. Og þar að auki verður brúðkaup dóttur minnar ekki neitt sérlega hátíðlegt. Það verða tár, sem helzt verður úthelt þann daginn«. Einn var það enn, sem séra Kursen sótti heim og það var Möller. Hann hafði ekki fyr fengið tækifæri til að þakka honum fyrir þá alúð, sem hann lagði við það að útvega Emil alvinnu; nú hörmuðu þeir það báðir, að sú viðleitni hans væri nú að engu orðin. En þegar prestur fór nú að segja honum frá Láru, þá lifnaði nú heldur yflr honum. »Eg hefi aðeins heyrt það haft eftir frú Dalby. að Lára sé orðin trúuð, eða hvað menn nú kalla það. Mér fanst hún alls eigi vera hneigð til þess, og hefðuð þér eigi getað komið í veg fyrir það? Þvi það er þó vist ekki tilgangur kristindómsins, að menn verði allir aðrir en þeir eru, þegar menn eru eins og hún áreiðanlega var?« Séra Kursen sagði, að hann hefði hvorki getað né viljað aftra henni frá þvi, sérstak- lega af þvi, að þessi hugarfarsbreytiug hjá henni, hefði haft svo mikla blessun i för með sér og veitt henni sjálfri svo mikla gleði. Þegar séra Kursen var búinn að tala við kirkjumálaráðherrann, og búinn að fá fulla vissu fyrir þvi, að lausnarbeiðni hans mundi verða tekin til greina, þá reyndi hann með allri leynd að komast eftir þvi, hvar Emil væri niður kominn og grenslaðist eftir þvi dögum saman, en varð einskis visari; hélt hann þá aftur heimleiðis við svo búið. Þegar heim kom, lágu 1000 kr. á skrif- borði prestsins í sparisjóðsbók, tileinkaðar Lilly Kursen frá Jakob Hansen og systur hans; þau báðu prestinn að geta þess eigi við neinn. Fám dögum siðar fylgdi hann Láru til Vejle. Læknirinn hafði látið sér furðulega ant um, að hún kæmist sem fyrst af stað, svo fljött sem boð kæmu um það, að rúm

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.