Heimilisblaðið - 01.01.1922, Síða 15
HEIM ILISBLAÐIÐ
13
seinast niðri við guðsþjónustu, þá sló að
yður«.
»Hvernig farið þér að gjöra yður í hug-
arlund, að eg geti farið á mis við guðs-
þjónustuna, þær eru ekki svo oft haldnar
hérna? Hér eru miklu oftar hafðir upp-
lestrar og samsöngvar en guðsþjónusta«.
»Já, það er vel að svo er, það ríður á
að skemta sjúklingum og gera þeim eitthvað
til gamans«.
»Já, eg hefi mætur á sönglistinni og liefi
ekkert á móti henni, en það vil eg segja
yður í allri hreinskilni, að við, veslingarnir
hérna, sem erum að berjast við dauðann
dag eftir dag — við þurfum þess þó langt
um fremur við, að heyra sagt frá þeim
Drotni. sem hefir sigrað dauðann með þvi
að deyja sjálfur og rísa upp aftur, til að
veita öllum syndurum líf og ódauðleika«.
»Já, það lætur vel í eyrum, en —«.
»Hvað segið þér, læknir, lætur það vel í
eyrum? Eg hélt það léli voðalega illa í
eyrum yðar«.
»Hví þá það?«
»f>ví er eins varið með Guðs ríld, krist-
indóminn, og sönglistina. Yér verðum að
hafa hljóðglögt eyra og móttækilegt hjarta,
til að veita því viðtöku; annars fellur það
eins og annar fölskvi dautt til jarðar«.
»þér hafið máské hljóðglögt söngeyra,
ungfrú?«
»Já, eg hefi yndi af söng«, svaraði Lára.
»Eg líka«.
»Þér hafið máske líka opið eyra fyrir
kristindóminum ?«
»ög jæja. En hvað er það, sem margir
þessir prestar eru að bera á borð fyrir fólk?
Sumt af því eru algengar mannlegar hug-
leiðingar út af ýmsu efni, ýmsist dálítið
bragð af pólitík, ýmist vitund aí þjóðrækni
og föðurlandsást; stundum eru þeir voða
harðorðir; en undir þessu öllu situr maður
og hugsar með sér: þetta er tómt glamur
hjá honum; stundum er hann svo kjassmáll,
að maður fær velgju. Yitið þér, hvað eg
var að hugsa um, þegar eg sat undir pré-
dikuninni á sunnudaginn var?«
»Nei«, svaraði Lára.
»Já, þér megið ekki reiðast þvi, sem eg
segi, en það var þessi hugsun, sem greip
mig: Hvernig mundi Jesús nú eiginlega
hafa litið út með mjúkan, kringlóttan hatt-
kúf á höfði og ógngisinn skegghýung á
vöngunum og gleraugu á nefinu, eins og
presturinn okkar, með augun fjörlausu,
hallandi dálítið undir flatt — eg man ekki
til livorrar hliður hann hallaði höfðinu.
»0g jæja! En þetta orð — liún tók fram
biblíuna sína — prédikar hann eins og
hann er, og þá ríður á að hafa hjarta sem
veitir honum viðtöku«, mælti Lára, og um
leið og hún rétti lækninum höndina og
bauð góða. nótt, þá sagði hún:
»En hjartað er ekki reglulega móttækilegt
fyr en það er sundurkramið«. (Niðuriag næst).
»Þokka býður þrifin önd«
þjokk og fríð er snótin;
lokkar þýðir lífga önd,
lokka blíðu hótín.
»Margur leilar langt yfir skamt«
lukku ytri sinnar,
verður því í geði gramt;
— gæfan manns býr innar.
»Mikið er gagn að góðum þjón«,
gcfur hann hagnað búi.
Þrifinn fagnar þeirri sjón
þjónninn iagni og trúi.
»Á aflið treysta allílestir«
og eigin hreysti að reyna.
Að sigla geyst í góðum byr
getur freistað sveina.
G. G., i Glu