Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1922, Page 18

Heimilisblaðið - 01.01.1922, Page 18
1(> HEIMILISBLAÐIÐ A. »Á eg að segja þér nokkuð, konan mín var á fundi um daginn og talaði þar i fulla íjóra tíma samfleytt«. B. »Ekki þykir mér það neitt merkilegt. Eg get sagl þér annað, sem er enn þá merkilegra; konan mín þagði i fimm mín- útur samfleytt í gærkvöldk. »Þeir búa ekki til eins góða spegla núna eins og þegar eg var ung«, sagði kerling, þegar hún gekk fram hjá spegli og sá sjálfa sig. A. : Ivonan mín og eg erum eitt«. B. : »En konan min og eg erum tíu, hún er eintalan, en eg er núllið fyrir aftan«. Auglgsing. Maður, sem aldrei er heima, óskar eftir svefnherbergi til leigu. »Hver þorir að setja sig upp á móti yfir- völdunum«, mælti stúlkan; hún lél lög- regluþjóninn kyssa sig. Stórkaupmaðurinn: »Þér hafið, í blaði yðar í gær, kallað mig svikara og þræl- menni!« Ritstjórinn: »Það er ómögulegt að eg hafi gjört það, því að blaðið mitt flytur aldrei annað en ngjustu fréttir«. Jocosus. flÍÍIÍlÚUliÍI 1922. Með þessum áramótum hefst ellefti ár- gangur Heimilisblaðsins. Þakka eg öllum þeim, sem sýnt hafa blaðinu trygð og vin- áttu á liðnum árum og ekki visað því á dyr nú á síðuslu tímum, er það hefir átt svo mjög erfitt uppdráttar. Hugmyndin er nú, að láta helzt 6 blöð koma í 16 síðum þetta ár og hin 6 í 8 síðum og bæta papp- írinn. En erfiðleikarnir eru miklir, mest vegna þess, að svo margir svíkjast algerlega um að borga blaðið. Er það sorglegur vott- ur, en talandi þó, um kæruleysi manna. B57st eg við að eg sendi ekki blaðið l'ram- vegis öðrum en þeim, sem standa í skilum með borgun — eða gjöra mér grein fyrir, ef dregst með borgun, hverjar séu orsakir þess. Það er réttast fyrir þá, sem ekki geta senl borgun fyrir 1. júlí, að skrifa mér um það, mun eg þá líða þá til haustkauptíðar. En þeir, sem enga skilagrein gjöra fyrir 1. júlí, fá ekki blaðið eftir þann tima, fyr en þeir gjöra einhverja skilagrein. Eg bið svo alla vini blaðsins, um land alt, að gjöra það, sem þeir geta til að út- vega blaðinu nýja kaupendur og sjá um skilvísa greiðslu andvirðis. Nýir kaupendur fá árg. 1920-21, báða á 5 krónur finnhefta, og er það ódýr bók með fjölbreyttu efni. — Þeir, sem út- vega 10 nýja sldlvisa kaupendur fá, auk venjulegra ómakslauna, I. árg. »Ljósberans« innheftan (um 200 bls.) og söguna »Úrsúlu« J. H. Verzlnn yinírésar lónssonar, Eyrarbakba. Velnaðarvörnr í mililu iirvali. Karlm.fatiiadii*. Hattar. Híiiur. Herðasjöl Kven- og karlm.'>pey«ur. Hálsbindi. Skóíatnaðiu* allskonar. Sinávörur allskonar. Olíufatnaður. Einaillevöi’ui*. Alluminiuinvörur. Pappír og ritföngr- Tðbaksvörur. Skðflur, gaflav og sliöít o. il. Góðar vörur. Lægst verð Verzlun Andrésar Jónssonar, Eyrarbakka. Útgefandi: Jón Helgason, prentari. Prentsmiðjan Gutenbers.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.