Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1922, Qupperneq 4

Heimilisblaðið - 01.12.1922, Qupperneq 4
146 HEIMILISBLAÐIÐ hibur á joVSu. streyma inn í Iíf sitt, þeir styrkja heiðingja- trúboðið með starfi og fjárframlögum, um leið og þeir vinna að trúboði heima fyrir. Jólin eru friðarhátíð. Þá fæddist hann, sem boðaði frið á jörðu. í 19. aldir hefir friðarboðskapurinn hljómað og kirkjuklukk- unum hefir verið hringt um heims- bygðina til að boða komu frelsarans, boða komu hans i hjörtu mann- anna, til þess að gera þar bjart og hlýtt. En menn- irnir hafa ekki viljað taka á'móti honum, hafa hafn- að innstreymi hins eilífa kærleika inn í líf sitt. Þessvegna er svo dimt í heim- inum, hatrið ólg- ar, striðin geysa og daglega berast fregnirnar um hin ógurlegu hryðju- verk. En ber þá frið- arboðskapur jól- anna enga ávexti? Varpar ekki jóla- stjarnan.semskein yfir Betlehem, ljósi yfirlíf mannanna? Var koma frelsar- ans í heiminn til- gangslaus? Nei. Þúsundir og miljónir manna hafa á öllum öldum veitt jólaboðskapnum viðtöku og í barnslegri trú fundið frið við jötu frelsarans i Betlehem. Og daglega streyma þúsundir kristniboða til heiðingja- landanna til þess að flytja heiðingjunum fagnaðarerindið — færa þeim blessuð jólin. Og þeir menn og konur heima í kristnu löndunum, sem fundið hafa blessun jólanna | Lesum þann lærdóm, sem þessi mynd færir oss. Eldblossarnir sjást í fjarska upp af skothríðinni, þegar fallbyssurnar verða þúsundumaðbana — og eiginmaður, faðir, bróðir og unnusti hnígur nár á vígvellinum, en óttinn og kvíðinn fyllir hjörtu ást- vinanna, sem bíða heima, og svo — ber dauðans eng- ill að dyrum og flytur fréttina um horíinn ástvin, þá er gott fyrir þá, sem deyja að hafa tileinkað sér jóla- boðskapinn, svo englar Guðs beri sál þeirra heim í hinar eilífu tjald- búðir, i^hina himn- esku jólagleði. Og þá er líka gott fyrir heimilið, þar sem sorgin grúfir yfir, að eiga Jesú fyrir heimilisvin, gela þá beðið til hans og fengið triðinn hans inn í hjartað. En þetta verður miklu léttara, ef Jesús hefir verið hafður fyrir heimilisvin á glöðu dögunum. Biðjum öll Droltinn að gefa oss sina náð, svo vér veitum hoiuim viðtöku, sem einn getur gefið frið í hjarta, varanlegan frið — himneskan jólafrið.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.