Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1922, Síða 5

Heimilisblaðið - 01.12.1922, Síða 5
HEIMILISBLAÐIÐ 147 (Jólasaga). Það var löngu fyrir dögun, morguninn fyrir Þoráksmessu, að Jón i Heiðarseli var að búa sig í kaupstaðinn. Ljóstýra brann i baðstofunni og Jón var að taka sér árbít. Gegnt honum sat Áslaug kona hans með malinn í kjöltunni og var að raða í hann. Það var hljótt í baðstofunni. Andardrátt- ur þriggja barna var það eina sem rauf þögnina. í*að var ofsnemt fyrir þau að vakna. Jón hafði lokið við að snæða og Áslaug komið nestisbitanum fyrir. Hún sat hreyf- ingarlaus og horfði í gaupnir sér. Alt í einu stóð hún upp og gekk yfir að hjónarúminu. Hún fór að leita undir leppunum til fóta. Von bráðar fann hún það, sem hún leitaði að. Það var dálítill poki með ullarhári. »Ætli það sé ekki bezt að þú farir með þenna hnoðra«, mælti Áslaug og fór að troða ullinni niður í malinn. »Kanske þú getir fengið fyrir hann einhvern glaðning handa börnunum«, bætti hún við án þess að líta upp, »t*ú skalt ráða þvi, elskan mín«, sagði Jón blíðlega og stóð upp .... »En hvað ^etti það að vera«. »Eitthvað, sem þú heldur að þau hafi gaman af . . . t. d. ein spil«. »Já, já, eg skal muna það . . . Svo hefi eg víst krotað þetta á blaðið, sem við vor- um að tala um að við þyrftum að fá«. »Jón seildist niður i vestisvasa sinn og dró þaðan samanbrotinn miða, fletfi hon- um i sundur og las svo i hálfum hljóðum: 1 pund a/ kaffi, 5 af sijkri, Vs af export og léreftspjötlu í svunlu handa telpunum. »Var það nokkað annað«, spurði Jón án þess að líta upp. »Ne-ei«, sagði Áslaug svo lágt að varla heyrðist. Svo gekk Jón yfir að fleti barnanna, laut niður að þeim og kysti einhvers staðar á andlit þeirra. Batt að því loknu malinn á bak sér og fór ofan. Áslaug fylgdi á eftir með ljóstýruna. t bæjardyrunum laut Jón að konu sinni og kvaddi hana. »Vertu ekkert að hugsa um að láta kind- urnar út á meðan. t*ær ráfa kanske eitt- hvað upp í heiðina. Og einhvernveginn slarkar það til vorsins, þó að þeim sé ekki beitt þessa tvo daga«. Áslaug játti því. »Vertu blessuð og sæl!« »Guð fylgi þér, Jón minn!« Gangfæri var hið bezta; far nokkurt var á loftinu og óð tunglið í skýjum, en svo var þetta árla, að til dagsins sást ekki enn. Jóni sóttist vel út dalinn, enda var hon- um ljóst að hann varð að flýta sér, ætti hann að ná afgreiðslu sama kvöldið. Og það langaði hann til, svo hann næði eitt- hvað heim á leið um kvöldið. Eiginlega var þó Jóni ekki létt um göng- una i þetta sinn. Hugur hans var órór og sífelt milli vonar og ótta. Hann vissi um skuldina við kaupmanninn, og þó að hún væri ekki afarhá, var hún þó svo há, að hann gat ekkert við hana ráðið fyrir ára- mótin. Og það átti hann þó að einhverju leyti að gera. Það hafði kaupmaðurinn sagt, eða þá að öðrum kosti hótað stefnu. Hann vissi, að hann gat ekki grynt á skuldinni. Vonaði þó að geta komist að samningum við kaupmanninn, að minsta kosti fram í kauptíðina. En jafnframt þurfti hann ennþá einu sinni að knýja á lánsdyrnar hjá kaup- manninum. Hjá því komst hann ekki. Hann þurfti að fá þetta lítilræði, sem hann hafði skrifað á miðann, það var jólaglaðn- ingur heímilisins. Og hann kveið fyrir því, að þetta lítilræði myndi ekki fást nema með miklum eftirgangsmunum. Og þó hafði það rekið hann af stað. Hann hafði ekki getað hugsað til þess að jólin yrðu ekkert öðru visi en hinir dag- arnir. Hátíðin mikla, sem boðaði öllum

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.